Eftir að georgíska þingið samþykkti ný lög sem gera kleift að fylgjast með erlendum áhrifum, þá beitir forseti landsins neitunarvaldi gegn lögunum. Sú athöfn mun aðeins verða táknræn þar sem stjórnarflokkurinn hefur nægan meirihluta til að sniðganga neitun forsetans.
Þriðjudaginn 14. maí samþykkti þingið í Georgíu lög um að samtök, sem fá meira en 20% af fjármagni sínu erlendis frá, eigi að teljast „erlendir umboðsmenn.“ Þar sem erlendir aðilar eins og ESB, Bandaríkin og glóbalískir trilljarðamæringar eins og George Soros fjármagna oft mótmæli í öðrum löndum, þá verða það fyrst og fremst þessir aðilar sem lögin beinast gegn.
Þetta hefur leitt til mótmæla og tilrauna ESB og Bandaríkjanna til að þrýsta á Georgíu að samþykkja ekki lögin. Þeir hafa meðal annars hótað því að Georgía fái ekki að koma með í ESB.
Áhrifalaust neitunarvald
Á laugardaginn kaus forseti landsins, Salomé Zurabishvili, að beita neitunarvaldi gegn lögunum, segir í frétt TASS. Það mun þó ekki hafa neina afgerandi þýðingu. Stjórnarflokkur Georgíu „Georgian Dream“ hefur nægan meirihluta á þingi til að komast framhjá neitunarvaldinu, að því er Associated Press greinir frá.
2 Comments on “Forsetinn beitir neitunarvaldi gegn andglóbalískum lögum”
Beitti forsetinn neitunarvaldi gegn ANDglóbalískum lögum?
Eða gegn glóbalískum lögum?
Sæll Páll, gegn ANDglóbalískum lögum. Lögin skilgreina stofnanir sem umboðsaðila erlendra afla ef meira en 20% fjáráætlunar kemur erlendis frá. Gert til að stemma stigu við fjármagni ESB, George Soros og annarra niðurrifsafla sem eru að reyna að koma á appelsínugulri byltingu í landinu í stíl við Kænugarð 2014. Mikil ólga milli ESB/Nató fylkingar og ríkisstjórnarinnar. Forseti landsins er ESB-sinni og notar embættið fyrir ESB í stað landsmanna.