Pútín ógnar ekki Íslandi

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson, Pistlar, Úkraínustríðið3 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Í Úkraínu er stríð sem kemur Íslandi ekki við. Á leiðtogafundi Nató í Búkarest árið 2008, já, fyrir 16 árum, var tilkynnt að Georgíu og Úkraínu yrði brátt boðin aðild að hernaðarbandalaginu. Í framhaldi varð eitt smástríð, í Georgíu, og annað langvinnt í Úkraínu.

Ástæða átakanna er að Rússum þótti þjóðaröryggi sínu ógnað með væntanlegri inngöngu tveggja ríkja, Úkraínu sérstaklega, í hernaðarbandalag sér óvinveitt. Frá landamærum Úkraínu er dagleið á skriðdreka til Moskvu.

Menn geta sagt margt um Nató, að það sé friðarbandalag, saumaklúbbur eða bólverk vestrænnar menningar. En ekki er hægt að álykta annað um rússneskt þjóðaröryggi en að það sé Rússa sjálfra að meta það. Eftir að Sovétríkin fóru á öskuhaug sögunnar fyrir 35 árum stóð eftir Rússland, ásamt smærri lýðveldum. Bandaríkin og ESB, með Nató sem verkfæri, færðu út kvíarnar, juku áhrif sín, á fyrrum áhrifasvæði Sovétríkjanna/Rússlands í Austur-Evrópu.

Fyrst um sinn, á tíunda áratug síðustu aldar, létu Rússar sér næga að æmta. Eftir aldamót varð tóninn alvarlegri. Rússar myndu ekki láta yfir sig ganga að Nató-her sæti öll vesturlandamæri ríkisins.

Árin 16 frá Búkarestfundinum eru ekki löng spönn. En á ekki lengri tíma tókst vestrinu að forheimskast svo undrun sætir. Í vestrinu er átrúnaður á manngert veðurfar, menn trúa að karlar geti fæðst konur, og öfugt, og að Hamas séu mannvinir í anda móður Theresu. Engin furða að sama liðið trúi að spilltasta ríki Evrópu, Úkraína undir stjórn Selenskí, sé vagga vestræns lýðræðis og mannréttinda.

Pólitík, hvort heldur innanríkis eða utanríkis, verður til í samhengi við félagslegar og menningarlegar aðstæður. Ímyndin um vestræna yfirburði fékk steraskot á sama tíma og veruleikinn sýndi takmarkanir vestursins. Tilraunir að skapa vestrænar hjálendur í Írak og Afganistan í byrjun aldar mistókust. Menning á sigurbraut getur ekki endurskoða sig, tamið sér hóf þar sem áður var hroki. Stundum splundrast slík menning, líkt og þriðja ríkið vorið 1945, eða koðnar niður eins og kommúnisminn frá innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 til falls Berlínarmúrsins rúmum tveim áratugum síðar. Eldri dæmi um hægfara hnignun eru Rómarveldi og heimsveldi kennt við Tyrki.

Úkraínustríðið er endastöð sigurvegara kalda stríðsins í menningarlegum, hernaðarlegum og pólitískum skilningi. Enn er opin spurning hvort sléttustríðið verði staðbundið eða fari með Evrópu og heiminn allan fram af bjargbrúninni. Tilfallandi skoðun er kellíngarnar í vestrinu hafi ekki pung í Pútín. Ekki að það skipti máli hvort Pútín eða Medvedev sitji Kreml. Einstaklingar koma og fara en öryggishagsmunir ríkja eru varanlegir.

Hjaðningavíg slavnesku bræðraþjóðanna liggja utan öryggishagsmuna Íslands. Úkraína var blekkt til fylgilags við stjórnmálamenningu á síðasta söludegi. Vestrið ofmat eigin styrk og vanmat rússneska staðfestu. Þar liggur hundurinn grafinn.

3 Comments on “Pútín ógnar ekki Íslandi”

  1. Hver réðist inn í Úkraínu ? Hefur Nató ráðist inn í Rússland ? Afhverju er Pútín ennþá forseti Rússlands? Afhverju vilja fv. Sovét lönd ganga í NATO? Farið að hugsa.

  2. Já ég var að hugsa.. hmm afhverju er DV lesandi að tjá sig á Frettin.is? Ef þú ert ekki komin lengra í heimsmálunum en þetta þá er best að þú heldur þig við DV. Þetta er svo vitlaust að það er ekki einu sinni svaravert.

  3. Rebbi45, það er greinilegt að rebbi46 er að lesa það sem Samúel Karl Sófakartafla Ólason á Vísi og DV blaðramaðurinn Kristján Skítadreifari Kristjánsson niður á Jótlandi er að copy-pasta af vestrænum áróðursmiðlum og byrta á bæði Vísi og DV. Þessi söfnuður sem er svo auðtrúa á þetta allt saman eru ALDREI að fara að skipta um skoðun enda búnir að taka 101 áfanga í Rússahatri!

    Ég hef hitt fullt af fólki sem tryllist af bræði þegar maður reynir að rökræða við þetta lið, það bara segir að það eigi að drepa Putin enn kemur ekki með neina rök fyrir ástæðunni fyrir þessu stríð eða hvað gerðist til þess að Rússland var nauðbeigt til að bjarga Rússneskum borgurum í austur hluta Úkraínu og ýta burt NATO byssuhjöftunum úr bakgarði sínum.

    Ég nota oft þá spurningu á þetta lið, hvað myndi gerast ef Rússland myndi koma upp herstöðvum í Kanada og Mexikó?

    þAð mun ALDREI komast á friður í Evrópu fyrr enn við hjálpum kananum að rata heim, Bandaríkin hafa ekki fundið leiðina heim frá lokum Seinni Heimsstyrjaldarinar.

Skildu eftir skilaboð