Í sameiginlegu bréfi til Joe Biden forseta taka 22 ríkissaksóknarar skýrt fram, að þeir séu andvígir fyrirhuguðum heimsfaraldurssáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þeir telja að samningurinn ógni fullveldi þjóðarinnar og stjórnarskrárvörðum réttindum.
Í lok maí hittast aðildarríki WHO til að taka ákvörðun um nýjan heimsfaraldurssáttmála og tillögur um breytingar á alþjóðlegum heilbrigðisreglugerðum. Samningurinn hefur hlotið harða gagnrýni víða um heim en ekkert kemur frá íslensku ríkisstjórninni um afstöðu hennar. Líklega þýðir þögnin sama og samþykki sem kæmi ríkisstjórninni í sögubækurnar fyrir að afsala fullveldi Íslands í heilbrigðismálum.
Samningurinn veitir WHO fordæmalaus völd í andstöðu við stjórnarskrá
Hópur bandarískra ríkissaksóknara mótmæla því, að Joe Biden forseti muni undirrita sáttmálann. Þar er varað við því að samningurinn veiti heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna „fordæmalaus völd í andstöðu við stjórnarskrána.“
Undir forystu Austin Knudsen, dómsmálaráðherra Montana, skrifar hópurinn að þrátt fyrir breytingar á upprunalegu drögunum sé nýjasta útgáfan af sáttmálanum „enn mjög erfið.“
Ríkissaksóknararnir halda því einnig fram að vinna við alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðirnar „hafi að mestu farið fram fyrir luktum dyrum þar sem starfshópur fjallaði um hundruð tillagna.“
Þeir skrifa:
„Í mismiklum mæli myndu þessar ráðstafanir ógna fullveldi þjóðarinnar, grafa undan valdi ríkja og stofna stjórnarskrárbundnu frelsi í hættu. Á endanum er markmið þessara verkefna ekki að vernda lýðheilsu. Heldur að framselja vald til WHO – sérstaklega framkvæmdastjóra hennar – til að takmarka réttindi borgara okkar: Tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, ferðalög (sérstaklega ferðir yfir landamæri) og upplýsts samþykkis.“
Aðalritari WHO fær alræðisvald til að lýsa yfir heimskreppu
Þar er enn fremur varað við því að breytingartillögurnar myndu veita aðalritara WHO vald til að lýsa einhliða yfir „lýðheilsukreppu af alþjóðlegri stærðargráðu“ í einu eða fleiri aðildarlöndum og að slíkar yfirlýsingar gætu falið í sér skynjuð eða hugsanleg neyðartilvik önnur en heimsfaraldur, þar með talið loftslagsbreytingar, fólksflutninga, vopnað ofbeldi eða jafnvel „neyðarástand“ þar sem plöntur, dýr eða vistkerfi koma við sögu.
Alvarlegri útgáfur tillagnanna myndu veita aðalritara WHO rétt til að fyrirskipa hvað gera þarf til að bregðast við yfirlýstri kreppu. Með öðrum orðum, kjörnir fulltrúar Bandaríkjanna myndu ekki lengur marka lýðheilsustefnu þjóðarinnar. Jafnvel í útvatnaðri útgáfu myndu þessar tillögur á óviðeigandi hátt framselja fullveldi Bandaríkjanna til WHO, segir þar.
Heimsfaraldurinn voru stærstu brot gegn borgaralegum réttindum á friðartímum
Þeir vísa til settra reglna meðan á heimsfaraldrinum stóð sem Neil Gorsuch í Hæstarétti lýsir sem „stærstu brotum gegn borgaralegum réttindum í friðartímasögu þessa lands.“
Hópurinn bendir á, að samtímis og ríkið takmarkaði frelsi Bandaríkjamanna tókst WHO ekki að láta kínverska kommúnistaflokkinn sæta ábyrgð fyrir lygum sínum og blekkingum meðan á heimsfaraldrinum stóð.
Lögð áhersla á, að bandaríska stjórnarskráin gefur ekki alríkisstjórninni ábyrgð á lýðheilsustefnunni, heldur er það vald í höndum ríkjanna sjálfra.
Sama kerfi og hjá kommúnismanum í Kína
Annar fyrirvari er, að samningurinn myndi leggja grunn að alþjóðlegum eftirlitsinnviðum, að því er virðist í þágu lýðheilsu en með eðlislægum möguleika á eftirliti svipað og „samfélagslánakerfi kommúnista í Kína.“
Ríkissaksóknarar hafa einnig áhyggjur af ákalli WHO til aðildarþjóða um að „starfa saman í samræmi við landslög til að hindra misvísandi upplýsingar.“ Það orðbragð notaði Biden-stjórnin stöðugt á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir. Þetta er talið sérstaklega hættulegt í ljósi þess, hvernig ríkið þrýsti á og hvatti samfélagsmiðla til að bæla tjáningarfrelsi meðan á heimsfaraldrinum stóð.
One Comment on “Ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum hafna samningi WHO”
Það er verið að koma á einræði á Vesturlöndum að hætti kommúnistastjórnarinnar í Kína. Og flestir stjórnmálamenn þegja þunnu hljóði.