ESB bannar fleiri rússneska fréttamiðla

Gústaf SkúlasonErlent, RitskoðunLeave a Comment

Evrópuráðið tilkynnir að fjórum fjölmiðlum sé bannað að starfa innan landamæra ESB. Eru miðlarnir sakaðir um að dreifa rússneskum áróðri. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri banna á fjölmiðlum sem tengjast Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Samkvæmt nýju reglunum verður ólöglegt að birta innihald frá þessum fjölmiðlum innan sambandsins.

Þeir aðilar sem núna eru  bannaðir eru m.a. tékkneska fréttasíðan Voice of Europe, rússneska fréttastofan Ria Novosti og rússnesku dagblöðin Izvestija og Rossijskaja Gazeta. Rossijskaja Gazeta er blað rússneskra stjórnvalda sem tilkynnir ný lög, forsetatilskipanir og önnur opinber gögn opinberlega áður en þau taka gildi.

Evrópuráðið rökstyður ákvörðunina og segir, að bönnin séu nauðsynleg til að vinna gegn

„kerfisbundinni, alþjóðlegri herferð fjölmiðla- og upplýsingamisnotkunar og áhrifum alvarlegs skorts á staðreyndum um stríðið í Úkraínu.”

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fullyrðir, að Rússland sé vaxandi ógn við „lýðræði” ESB fyrir kosningarnar til ESB-þingsins í næsta mánuði.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð