Nýkjörin biskup á Íslandi, Guðrún Karls Helgudóttir, afneitar kenningum Biblíunnar í nýju viðtali í þættinum Dagmál. Umsjónarmaður þáttarins er Eggert Skúlason.
Aðspurð segist Guðrún stundum efast um að Guð sé til og einnig segist hún ekki trúa á að helvíti sé til sem staður, eða upplifa djöfullinn sem persónu.
Þessar hugmyndir Guðrúnar fara þó algerlega gegn kenningum Biblíunnar, þar sem ítrekað er ritað í hina heilögu bók að helvíti sé svo sannarlega til og og þeir sem efist um tilvist Guðs gangi villu síns vegar.
Á fjölmörgum stöðum í Biblíunni er að finna ritningartexta m.a. frá sjálfum Frelsaranum Jesú Krist, þar sem hann talar beint til lýðsins og varar við helvítisvist. Þær eru t.d. að finna í Matheusarguðspjalli, Markúsarguðspjalli, Lúkasarguðspjalli og Jakobsbréfinu.:
Lúk.12: 5-6
Ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann, er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann.
Þess ber að geta að ekki er hægt að varpa neinum á áfangastað nema að staðurinn sé til.
Lúk.12: 8-10
En ég segi yður: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og Mannssonurinn kannast við fyrir englum Guðs. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun afneitað verða fyrir englum Guðs.
Mattheus: 10: 27-29
Það sem ég segi yður í myrkri, skuluð þér tala í birtu, og það sem þér heyrið hvíslað í eyra, skuluð þér kunngjöra á þökum uppi. Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.
Markús: 12: 38-41
Í kenningu sinni sagði hann: Varist fræðimennina, sem fýsir að ganga í síðskikkjum og láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum. Þeir eta upp heimili ekkna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.
Jakob 1: 6-9
En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla, að hann fái nokkuð hjá Drottni.
Guðrún segist vilja efla þjóðkirkjuna og að alla sem í henni eru. Hún segist ætla að færa biskupsembættið nær þjóðinni og setja upp skrifstofu í hverjum landshluta í eina viku á hverju ári.
Klippu úr viðtalinu má sjá hér neðar, og þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á hér.
7 Comments on “Nýr biskup afneitar kenningum Biblíunnar og boðskap Jesú Krists”
Mér skilst þessi kona sé flækt inn í fósturvísamálið. Betra er fyrir hana að víkja strax fyrir aðila no 2 í Biskupskosningunni.
Ef manneskjan er flækt í fósturvísamál á hún ekkert erindi í þetta embætti. Þetta er embætti og á ekki að vera flækt í neitt svoleiðis.
Þessi kona er trúleysingi og hefur ekkert að gera í biskups embættið ef hún trúir ekki á Guð og Djöfullinn þeir eru báðir til ég sagði mig úr þjóðkirkjunni og er kaþólsk í dag
ALGERLEGA SAMMÁLA OG ÞAÐFYRIR LÖNGUI.
Biskupinn hefur efasemdir um tilvist Guðs, og trúir ekki orðum Frelsarans um Helvíti! Hvað hefur þessi manneskja að gera í embætti Biskups?
Því miður hefur fyrir löngu verið ákveðið af satann að hindra íslendinga í að komast að hinni heilnæmu kenningu. Því er þjóðkirkjan orðin eins og hún er orðin, og mun víst ekki lagast.
Ef fólk vill heilnæma kenningu, er það kannski sda kirkjan sem veit hver sú kenning er.
Ég get ekki verið í þjóðkirkjunni með þessa manneskju sem biskup. Hvað skal gera? Ekki hef ég áhuga að styrkja háskólaelítuna enda er hún ekki að vinna að heilhug fyrir þjóðina.. Hvað skal gera þá?