Pútín nálægt því að ná markmiðum sínum í Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Ráðamenn hins vestræna heims neita að semja frið við Rússland. Það er stefna sem virkar ekki. Rússland verður bara sterkari. Vesturlönd hafa vanmetið rússnesku stjórnina. „Það er það hættulegasta sem við getum gert“ segir Lars Bern í sjónvarpsþætti Swebbtv (sjá neðar á síðunni). Það sem ætti að gera er að semja frið, áður en hinn vestræni heimur verður gjöreyðilagður vegna þessara hrikalegu mistaka.

Af hálfu Nató er því haldið fram, að Rússar hafi ekki náð neinu af sínum markmiðum í Úkraínu og hafi mistekist á margan hátt í stríðinu.

Rússneski herinn sterkari núna en fyrir stríðið

Lars Bern hjá Swebbtv metur ástandið öðru vísi. Rússneski herinn er mun sterkari í dag en fyrir stríðið og Pútín hefur styrkt stöðu sína. Það eru Vesturlönd sem hefur mistekist og þjást af eigin refsiaðgerðum. Hvað svo sem Vesturlönd senda til Úkraínu, þá skjóta Rússar það í tætlur. Lars Bern segir:

„Stjórnmálamenn okkar og fjölmiðlar gera mistök þegar þeir vanmeta Pútín. Það er það hættulegasta sem við getum gert. Þetta er stjórn sem er miklu sterkari en við viljum viðurkenna.“

Verðum að komast á þann stað að samið verði um frið

„Ég hef sagt það allan tímann, við verðum að komast á þann stað að hægt sé að semja frið við Rússa, burtséð frá því hvað manni finnst um þá. Að halda þessu stríði áfram við Rússa er ekki góð stefna. Þegar Rússar hófu þessa hernaðaraðgerð setti Pútín sér tvö markmið: að afvopna Úkraínu og koma nasistunum frá áhrifum í Úkraínu. Og hann er nokkuð nálægt því að ná þeim markmiðum.“

Pútín gæti sett sér nýtt markmið ef ekki verður samið um frið

Ef Vesturlönd semja ekki um frið er hættan sú, að Pútín setja sér nýtt markmið. Lars Bern heldur áfram:

„Þetta er að knésetja hinn vestræna heim. Vegna þess að hann er mjög á góðri leið með það. Það er hægt að dæla eins mörgum vopnum og maður vill inn í Úkraínu, Rússar hafa enn þann dag í dag svo mikla yfirburði, að það verður enginn munur á vígvellinum.“

„Og það getur verið freistandi fyrir Pútín núna þegar hann sér hversu illa hinum vestræna heimi gengur, sérstaklega fyrir Vestur-Evrópu, að láta þetta stríð halda áfram og láta Evrópuríkin senda vopn og peninga til Úkraínu. Þá göngum við í áttina að hruni. Það erum við sem tökum skaðann. Það erum við sem refsiaðgerðirnar bitna á, ekki Rússland.“

Lars bendir á að nýju sendingarnar frá Bandaríkjunum „skipta engu máli. Allt gengur gegn Úkraínu.“

 

Skildu eftir skilaboð