Búist er við að kosningarnar í Belgíu 9. júní skili stórsigri fyrir íhaldsflokkinn Vlaams Belang, sem trónir á toppi síðustu skoðanakannana með 28% fylgi kjósenda.
Vinstrisinnar í Flæmingjalandi eru áhyggjufullir eftir að flokkurinn lagði fram tillögur sem hvetja fólk til að eignast börn. Þykir það minna á „hægri öfgamanninn“ Viktor Orban í Ungverjalandi.
Á síðustu tíu árum hefur fæðingum í Flæmingjalandi fækkað úr 1,81 í 1,53 börn á hverja konu sem er áhyggjuefni fyrir marga.
Flokkurinn hefur sett sér það pólitíska markmið að skapa aðstæður fyrir konur að geta eignast börn fyrir 30 ára aldur. Vinstri menn hafa brugðist illa við þeirri áætlun.
Vlaams Belang skrifar í flokksáætlun sinni:
„Að hvetja fyrr til barneigna er lögmætt markmið vegna þess að það samsvarar líffræðilegum veruleika og stuðlar þannig að heilsu kvenna og barna.“
Í nýlegu viðtali við The European Conservative segir leiðtogi flokksins, Tom van Grieken, sem setur sjálfstæði Belgíu á oddinn: