Páll Vilhjálmsson skrifar:
Fjölgyðistrú, ólíkt eingyðistrú, getur sem best bætt við nýjum guðum í það goðasafn sem fyrir er, gerist kaupin þannig á eyrinni. Rómverjar nýttu sér fyrirkomulagið á sinni tíð og innlimuðu í sinn átrúnað sniðugheit er þeir fundu meðal undirokaðra þjóða.
Í Júdeu krossfestu þeir uppreisnarmann er lét sér ekki vel líka rómverska hentisemi margra guða. Með krossinum reis mikil menning, nú komin að fótum fram, er greindi á milli sannleika og lygi.
Nýr biskup yfir Íslandi tekur sér til fyrirmyndar opingáttartilbeiðsluna, sem var góð latína áður en menn lærðu lexíuna um veginn, sannleikann og lífið, og bætir við hinsegin guði.
Fyrir tilfallandi þjóðkirkjumann er úr vöndu að ráða. Hann var skírður og fermdur til eingyðistrúar. Er kristni víkur fyrir kyndugleika er tímabært að leita sér að nýjum söfnuði.
Heiðinn siður er eldri en kristni hér á landi. Samkvæmt Ásatrúarfélaginu eru gildin eftirfarandi:
Ásatrú eða heiðinn siður byggist á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir fornum menningararfi og náttúrunni. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og sínum gjörðum.
Tilfallandi getur skrifað upp á ásagildin. Einstaklingsábyrgð og virðing fyrir náttúru og fornum menningararfi er forvörn gegn múgsefjun sem kennir að karl geti orðið kona komi andinn yfir hann. Sá andi er nýlegt eðjót, hvorki til í fornri menningu né náttúrunni.
Imbafræðin gera sig stofuhæf sem trúarbrögð. Ekki spyrja eða efast, trúðu að hvítt sé svart. Vertu imbi og þú munt landið erfa.
One Comment on “Kirkjan tekur fjölgyðistrú”
Reyndar komu Papar á undan öllum og helguðu landið Guði. Þekktast er papakrossinn í Heimakletti í Vestmannaeyjum. Einnig ummerki eftir þá á suðurlandi og víða um land.