Sænska ríkisútvarpið hjálpar Svíum að taka upp íslamska trú

Gústaf SkúlasonErlent, ÍslamLeave a Comment

Menntunarútvarpið „Utbildningsradion, UR,“ sem er hluti af ríkissamsteypu sjónvarps og útvarps í Svíþjóð, gerir þátt um Svía sem snúa sér til íslamskrar trúar. UR leitar á samfélagsmiðlum eftir þeim sem hafa gefið sig íslam á hönd til að segja öðrum frá trúskiptum sínum og „svara spurningum hlustenda“ sem vilja gangast íslam á hönd.

UR kallar eftir eftir fólki á TikTok sem hefur snúist til íslams til að fá svör um hvernig líf þeirra hefur breyst eða orðið fyrir áhrifum og hvort fólkið hafi orðið fyrir barðinu á „fordómum“ eftir að hafa valið íslamska trú. Myndskeiðið fékk fljótlega yfir 24.000 áhorf. Starfsmaður UR spyr (sjá að neðan):

„Hefur þú snúist til íslams? Ert þú á aldrinum 16 – 23 ára og langar að tala um það og svara spurningum hlustenda okkar.“

 

Margir spyrja í athugasemdahlutanum hver tilgangur sé með þessum þáttum. UR forðast að svara spurningunum en segir stuttlega að þeir hafi „tekið eftir áhuga á efninu.“ Einn skrifar í færslu að hann hafi yfirgefið íslam og hvort UR vilji heyra sögu hans. UR hefur hunsað þá athugasemd. Annar spyr hvort ritstjórar UR séu orðnir brjálaðir.

UR: „Okkur er falið að lyfta fram röddum æskunnar“

Miðillinn Samnytt hafði samband við Margaretha Eriksson dagskrárstjóra UR til að heyra meira um þættina. Eriksson vildi ekki svara spurningum en vísaði á ritstjórn þáttanna „Hugsaðu um“ eða á sænsku „Tänk till.“

Um hvað mun dagskráin snúast og hvernig lítur áætlun ykkar út?

„Við erum með þátt sem heitir „Hlutir sem þú þorðir aldrei að spyrja“ þar sem þátttakendur okkar svara spurningum áhorfenda um ákveðið efni. Í þessu tilviki munum við bjóða tveimur þátttakendum með sem hafa snúist til íslams.“

Þú svarar spurningum í athugasemdareitnum á TikTok og segist hafa tekið eftir áhuga á efninu. Hvernig hefurðu komist að þeirri niðurstöðu að það sé áhugi fyrir því að snúa sér til íslam?

„Í ritstjórn felst meðal annars að fylgst er með áhugamálum markhópsins og samtölum á samfélagsmiðlum. Við höfum ekki séð að það sé meiri áhugi á að snúast sérstaklega til íslamskrar trúar en við sjáum að það er áhugi fyrir meiri þekkingu um trúskipti.“

Hver er tilgangur UR með því að fjárfesta þáttum, þar sem ungt fólk í Svíþjóð á að fá upplýsingar um trúskipti yfir í íslam?

„Markmið okkar og tilgangur með innihaldinu er að lyfta fram röddum ungs fólks og gera núverandi og áhugavert efni sýnilegt fyrir markhópinn okkar. Að þessu sinni er það einmitt til að skipta til annarra trúarbragða og í þessu tiltekna tilfelli íslam, næst getur það verið önnur trú, lífsstíll eða viðfangsefni.“

Eruð þið með einhvern þátt, þar sem fólk sem hefur yfirgefið íslam getur talað um það og svarað spurningum fylgjenda?

„Takk fyrir innihald og tillögur. Við erum með mörg áhugaverð efni á dagskránni í vinnu ritstjórnar sem byggist á starfi ritstjórnar og ábendingum frá hlustendum.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð