Jón Magnússon skrifar:
Rökþrota einstaklingur og þeir sem vilja gera lítið úr öðrum, bregðast stundum við til að ljúka umræðunni, með því að segja „þú hljómar eins og Hitler“. Af sjálfu leiðir að við slíkan mann er ekki hægt að ræða eða treysta honum til góðra verka.
Þó ummælin séu röng og eigi engan rétt á sér eru þau sett fram í þeim tilgangi að gera viðkomandi einstakling ótrúverðugan og jafnvel fyrirlitlegan. Slíkt er raunar ekki boðlegt í umræðu siðaðs fólks, en því miður reyna sumir að hengja slíka merkimiða á þá,sem þeim er í nöp við, vilja lítillækka eða hafa skoðanir sem þeir eru andstæðir og hafa ekki málefnaleg rök til andsvara.
Það kom á óvart þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir fullyrti í spurningu til Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda til forseta í forsetaviðtali RÚV, að hann hljómaði eins og Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage í Bretlandi.
Ekkert gat réttlætt fullyrðinguna í spurningunni. Hún var sett fram til að reyna að koma þeim stimpli á Arnar að hann væri hægri öfgamaður.
Þó Arnar Þór hafi lýst efasemdum um þróun Evrópusambandsins og sókn þess í aukin völd og andstöðu við fullveldi aðildarríkjanna þá rökfærir hann og setur fram mál sitt með þeim hætti að merkimiðarnir sem Sigríður Hagalín reyndi að hengja á henn eiga engan rétt á sér. Af hverju vísaði hún ekki til Margaret Thatcher sem setti fram líkari athugasemdir þeim sem Arnar hefur fært fram, en þau Nigel og Marianne?
Spurning Sigríðar Hagalín var sett fram í annarlegum tilgangi til að gera viðmælandanum upp skoðanir.
Þó spurning frú Hagalín hafi verið utan við þann byggilega heim sem eðlilegur er, þá kastaði fyrst tólfunum þegar skopteiknari á Vísi teiknar Arnar Þór í brúnstakka búningi liðsmanna SA sveita þýsku nasistanna. Þó teiknarinn hafi farið á ystu mörk gagnvart sumum öðrum í meintri skopmynd sinni, þá fór hann út yfir öll siðræn og afsakanleg mörk gagnvart Arnari í skopteikningu sinni.
Arnar Þór Jónsson hefur haldið uppi málefnalegum málflutningi um árabil sérstaklega um stjórnskipunarmálefni Íslands og gildi þess að Ísland gæti að fullveldi sínu. Hann hefur barist fyrir einstaklingsfrelsi og að grundvallarmannréttindi séu höfð í heiðri. Málflutningur hans hefur verið vel ígrundaður og laus við allar öfgar. Þegar þetta er skoðað þá er með algjörum ólíkindum að farið sé í manninn með þessum fyrirlitlega hætti.
Hér á við það sem skáldið kvað og skal beint til frambjóðandans Arnar Þórs Jónssonar:
"Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
2 Comments on “Þú hljómar eins og Hitler”
Sigríður Hagalín hugsar eins og Göbbels. Og Mogginn er orðinn álika marktækur og Pravda enda söngatriði Sjálfstæðisflokkurinn með dulbúnu Grænkommunum annað kjörtímabilið í röð. Pilsfatakapítalisminn í hávegum hafður og fjölmiðlamenn ríkisstyrktra fjölmiðla orðnir handbendi ósnertanlegrar valdaelítu.
söngatriði= sængar 😄