Íhaldsmenn hvetja til baráttu gegn sósíalisma alþjóðahyggjunnar

Gústaf SkúlasonErlent, StjórnmálLeave a Comment

Um helgina héldu íhaldsmenn ráðstefnu föðurlandsvina í Madríd. Íhaldssamir flokkar komu saman fyrir komandi ESB–kosningar og margir þeirra með byr undir væng og vonast eftir góðum árangri. Santiago Abascal, leiðtogi Vox, hvatti til einingu gegn „sósíalískri sál glóbalismans“ og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hvatti „föðurlandsvini að taka yfir Brussel.“

Yfir 11.000 manns sóttu ráðstefnuna, sem var skipulögð af spænska Vox. Meðal annarra ráðstefnugesta var Marine le Pen frá Frakklandi, Viktor Orbán frá Ungverjalandi og Javier Milei, forseti Argentínu. Giorgia Meloni var með á myndskjá frá Ítalíu.

Milei, sem hefur getið sér gott orð í baráttunni gegn kommúnismanum, hvatti íhaldsmenn til að sameinast gegn „því svarta, viðbjóðslega og djöfullega krabbameini sem sósíalisminn er.“ Svipuð skilaboð voru flutt af mörgum öðrum hægri foringjum sem töluðu á ráðstefnunni. Milei sagði:

„Sósíalisminn er hugmyndafræði sem gengur beint gegn mannlegu eðli og leiðir beint til þrælahalds eða dauða.“

Le Pen sagði í sinni ræðu:

„Við erum á lokasprettinum að gera 9. júní að degi frelsis og vonar. Við höfum þrjár vikur til að sannfæra landa okkar um að fara út og kjósa.“

Sterk landamæri

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, var með á myndskjá og beindi orðum sínum til unga fólksins sem „væri eina mögulega framtíð Evrópu.“

Ráðstefnan gagnrýndi harðlega dómsdagsstefnu ESB í loftslagsmálum, ólöglega innflytjendur og lýsti yfir fullum stuðningi við Ísrael í stríði þeirra gegn Hamas.

André Ventura, flokksleiðtogi Chega í Portúgal, tilkynnti að ekki væri hægt að leyfa fjöldainnflutningum að halda áfram:

„Við erum ekki á móti mannréttindum og við viljum hafa sterk landamæri í Evrópu… Við getum ekki haldið áfram að hafa þetta mikla innstreymi íslamskra og múslímskra innflytjenda til Evrópu.“

Giorgia Meloni vildi að samið yrði við lönd utan ESB og senda hælisleitendur þangað á meðan umsóknarferli þeirra eru í meðferð. Le Pen vill gera umbætur á Schengen-svæðinu þannig að „hvert land ákveði sjálft hverjir koma inn og hverjir fara út.“

Bandalag föðurlandsvina

Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, hvatti einnig föðurlandselskandi flokka í heiminum til að sameinast í baráttunni gegn þeim öflum sem stjórna í dag:

„Við verðum að bregðast við glóbalismanum með alþjóðlegu bandalagi föðurlandsvina sem verja skynsemi, efnahagslega velmegun, öryggi og frelsi. Að vera í sama bát gagnvart ógninni leiðir okkur til samstöðu.“ 

Búist er við að íhaldss- og hægriflokkar nái miklum árangri í komandi ESB-kosningum á kostnað vinstri-frjálslyndra flokka sem tapa munu mörgum þingsætum.

Skildu eftir skilaboð