Donald Tusk neitar að taka við flóttamönnum ESB

Gústaf SkúlasonErlent, InnflytjendamálLeave a Comment

Jafnvel ofurglóbalistinn sjálfur Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hafnar innflytjendakvóta ESB.

The Gateway Pundit greinir frá: Ekki einu sinni ofurglóbalistinn Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sér möguleika á að taka á móti farandfólki frá Mið-Austurlöndum og Afríku til Póllands. Hann ætlar ekki einu sinni að reyna það. Evrópusambandið samþykkti nýtt hælis- og fólksflutningakerfi sem Pólland greiddi atkvæði gegn í heild sinni.

Tusk neitar að taka á móti ólöglegum innflytjendum sem sendir eru til Póllands samkvæmt „kvótum“ Evrópusambandsins, jafnvel þótt að Varsjá hafi „lagalega skyldu“ til að gera það samkvæmt samþykktum ESB.

Pólland mun ekki taka við neinum innflytjendum frá ESB

Í þessu tilviki er Tusk nánast óaðskiljanlegur frá „einræðisherranum“ Viktor Orbán, Ungverjalandi sem einnig greiddi atkvæði gegn nýju kvótareglunum. Tusk vill hins vegar að ESB aðstoði Pólland til að reisa „óyfirstíganlegan“ múr á landamærum Póllands og Rússlands og Hvíta-Rússlands.

Að taka á móti „hluta farandfólks“ frá Afríku og Miðausturlöndum er sérhverju aðildarríki ESB skylt að gera samkvæmt samningi (NPMA), sem ESB samþykkti í apríl. Donald Tusk ítrekaði:

„Pólland þarf ekki að taka við neinum innflytjendum og ESB mun ekki setja neina innflytjendakvóta á okkur.“

Ætla að byggja 5,5 metra 400 km langan landamæramúr

Spútnik greinir frá: Neitun á að taka á móti flóttamanni sem ESB eyrnamerktir Póllandi mun kosta Pólland 20.000 evrur (um $21.000) sem er normið sem NPMA hefur sett. En Tusk mótmælir. Hann skrifar í yfirlýsingu sem birt var á Twitter reikningi skrifstofu hans (sjá að neðan):

„Við munum ekki borga fyrir neitt og við munum ekki taka við neinu farandfólki sem kemur úr öðrum áttum [nema þeirri úkraínsku]. ESB mun ekki setja neina innflytjendakvóta á okkur. Pólland mun hins vegar þurfa á fjárhagsaðstoð frá ESB að halda, vegna þess að Pólland varð gistiland fyrir hundruð þúsunda innflytjenda frá Úkraínu.“

Afstaða Póllands (og Ungverjalands) er í beinni mótsögn við viðmið nýja sáttmálans. Sú afstaða nýtur vinsældar í Póllandi, þar sem borgararnir hafna því mjög að hýsa farandfólk „frá fjarlægum löndum.“

Á sama tíma bendir nýleg könnun SW Research til þess að 67% Pólverja eru hlynntir því að auka landamæraöryggi við Rússland og Hvíta-Rússland. Það verður dýrt að reisa 5,5 metra háan og 400 kílómetra langan múr sem skilur Pólland frá Hvíta-Rússlandi og Kaliningrad-héraði í Rússlandi. Tusk sagði í ræðu í Krakow í síðustu viku, að Pólland myndi fjárfest 2,5 milljörðum dollara í múrinn.

Skildu eftir skilaboð