Varar við aukaverkunum af transmeðferðum

frettinErlentLeave a Comment

Carol hafði lengi grunað að daglegt líf sitt í dreifbýli í Kaliforníu væri auðveldara ef hún væri karlmaður. Hún varð agndofa yfir því hversu satt þetta reyndist vera. Hún segist hafa verið orðuð sem snjöll kona en ekki mjög brosmild og stundum fann hún fyrir andúð í sinn garð.

Eftir tvöfalt brjóstnám og nokkra mánuði á testósteróni – sem gaf henni skeggrót og djúpa rödd, breyttist hegðun fólks, og fann hún fyrir því að t.d. gjaldkerar sem áður sýndu fyrirlitningu voru allt í einu svo orðnir svo vingjarnlegir.

Heimurinn hrundi

Heimur Carol hrundi þó fljótlega sem trans-maður. Í fyrstu breytti testósterónið sem hún byrjaði að sprauta í sig 34 ára, skapi hennar og orku. En eftir tvö ár fór hún að þjást af hræðilegum aukaverkunum. Rýrnun í leggöngum og legi, sem olli innvortis vefjaskemmdum, sprungum og blæðingum. Þetta var „mjög sársaukafullt,“  segir Carol. Kólesterólmagn hennar hækkaði og hún fékk hjartsláttartruflanir. hún varð líka svo kvíðin að hún byrjaði að fá kvíðaköst.

Carol fór því á þunglyndislyf og þau virkuðu. „Þetta var mögnuð stund,“ segir hún. „Það var eins og ég þyrfti þunglyndislyfin“. Í kjölfarið fór hún svo að átta sig á kynleysi sínu, og hugsaði um þá sársaukafullu tilfinningu að hún væri fædd í „röngum líkama“. Það varð svo ljóst fyrir henni að allar þessar fórnir og lyfjagjafir, gerðu hana í raun ekki að karlmanni.

Skelfileg mistök

Fyrir tæpum þremur árum, eftir fjögur ár sem transmaður, sá Carol ekki fram á annað en að „snúa til baka“ og verða aftur kona. Hún áttaði sig á því að þetta voru skelfileg mistök. Hún vill nú vara fólk við krosskynjahormónum og transaðgerðum sem hafi valdið henni miklum sársauka og vanlíðan. Reynsla hennar sýni hættuna af slíkum inngripum í líkamann, og telur nú varasamt að sjúklingar geti greint sjálfan sig „trans“, sem nú eru staðlaðar venjur á sviði transgender lækninga í Bandaríkjunum.

Enginn veit hversu margir „aftransarar“(detransitioners) eru til, en margar vísbendingar og stækkandi aðild að nethópum benda til þess að fjöldinn fari hratt vaxandi. Í nýlegri könnun sem Lisa Littman, læknir og rannsakandi, á 100 einstaklingum (þar af 69 voru konur) kom í ljós að meirihluti þeirra hafi ekki fengið fullnægjandi mat fyrir meðferðirnar. Næstum fjórðungur sagði að hommahatur eða erfiðleikar við að sætta sig við að þeir væru samkynhneigðir hefðu leitt til aðgerðanna; 38% töldu kynvillu þeirra stafa af áföllum, misnotkun eða geðheilsuástandi.

Uppeldið og fordómar

Carol telur að rætur kynáttunarvanda hennar hafi legið í bernsku hennar. Uppeldi sem var bæði ofstækisfullt, trúarlegt og móðgandi, hafi gert hana óörugga og tvístígandi með kynferði sitt. Mikilvægi þess að „stíf kynhlutverk“ þar sem konur voru til staðar til að þjóna; þær voru á lægra þrepi en karlar“. Endalaus reiði móður hennar yfir því að Carol skyldi ekki beygja sig fyrir þessari hugmynd um kvenleika, sem fól í sér að klæðast eingöngu kjólum (ég gekk ekki einu sinni eins og stelpa, hvað sem það þýddi,) segir hún. Carol segist hafa alist upp við að trúa því að hún væri kvenkyns, En einhvern veginn „ gerði allt vitlaust“. Hin skilaboðin voru að samkynhneigð væri „viðurstyggð“.

Carol lýsir því þegar hún varð „mikið hrifin“ af kvenkyns fasteignasala móður sinnar þegar hún var 16 ára. Sú tilfinning olli ringulreið í hugarheimi hennar. Þetta var fyrsta augnabliðkið þar sem hún áttaði sig á að hún væri lesbía. Hún reyndi að komast undan þessum hugsunum. Fyrst „fastaði hún og bað Guð að taka þetta í burtu“. Svo byrjaði hún að drekka mikið og hafa einnar nætur gaman með karlmönnum „í von um að eitthvað myndi breytast“.  Carol ákvað svo að hætta að streitast á móti kynhneigð sinni og þegar hún kom út úr skápnum tvítug að aldri, útilokuðu margir ættingjar hennar hana frá fjölskyldusamkomum.

Það var svo snemma á 20. áratugnum þegar margar lesbíur í samfélaginu hennar („næstum alltaf þær sem eru á tánum“) fóru að skilgreina sig sem trans karlmenn að hún fór að hugsa: „Þetta hlýtur að vera málið! Þetta er það sem er að mér!" En henni var sagt að hún yrði að lifa sem karlmaður í sex mánuði áður en hún yrði samþykkt fyrir meðferð og tilhugsunin um að fara á karlaklósettið var óþolandi. Á þessum tímapunkti hafði hún hitt konuna sem átti eftir að verða eiginkona hennar og fundið ákveðinn stöðugleika með.

Carol var mjög óhamingjusöm. „mér fannst þetta bara allt svo rangt,“ segir hún. „Ég var ógeðsleg við sjálfan mig og misþyrmdi líkama mínum.

Hvatti hana til að prófa testósterón

Um miðjan þrítugsaldurinn þurfti hún ekki lengur að fara til meðferðaraðila til að fá ávísað testósteróni. (Planned Parenthood notar „upplýst samþykki“ líkan í 35 ríkjum, sem þýðir að transsjúklingar þurfa ekki ávísun frá meðferðaraðila.) Hún vildi samt hitta meðferðaraðila, vegna þess að hún vildi „gera allt rétt“. Sjúkraþjálfarinn kannaði ekki áfall hennar í æsku heldur hvatti hana til að prófa testósterón. Mánuðum síðar lét Carol fjarlægja brjóstin.

Umbreytingin er það erfiðasta sem ég hef gert, segir Carol. Ég var svo hrædd og skammaðist mín fyrir að það tók eitt ár að losna við testósterón úr líkamanum. Henni til léttis fór kólesterólmagnið aftur í eðlilegt horf eftir mánuði. Hún er enn með smá skegg í andliti og djúpa rödd sem mun ekki ganga til baka. Brjóstnám hennar „er eins og hvert tap, segir hún, sársauki sem minnkar en mun aldrei hverfa alveg“.

Berst fyrir transfólk í sömu stöðu

Hún eyðir nú miklum tíma í að berjast fyrir því að sögur fleira transfólks sem snýr til baka heyrist sem víðast. Þetta er ekki auðveld vinna. Yfirlýstir "detransitioners" verða fyrir árásum og illmælgi. Einn kynjalæknir hefur gagnrýnt notkun hugtaksins „detransitioner“ og sagði af einstakri grimmd „það þýðir í raun ekki neitt“.

Rannsókn Dr. Littman leiddi í ljós að aðeins 24% þeirra sem fóru í kynbreytingarmeðferð, sögðu læknum sínum að breytingin hefði lukkast. Þetta gæti hjálpað til við að útskýra hvers vegna margir snúa til baka í líffræðilegt kyn.

Carol hefur áhyggjur af stúlkum sem eru að taka kynþroskabælandi hormóna til að forðast kynþroska, eitthvað sem hún segir að hún hefði stokkið á ef tækifæri hefði gefist. Og hún hefur áhyggjur af „skrítnum“ lesbíum sem eru hvattar til að íhuga að þær séu í raun „karlmenn.“ Hún telur þetta vera lesbíufordóma.

„Konan mín sagði mér að áður en ég hætti á transmeðferðinni og hormónunum, þá hafi verið sagt við hana: „konan þín er karlmaður svo þú ert tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð.“ Það er auðvitað bara kjaftæði, segir Carol að lokum.

Greinin birtist fyrst á The Econimist.

Skildu eftir skilaboð