Erlendur maður veitist að börnum og reynir að nema á brott – lögreglan sendir frá sér tilkynningu

frettinInnlent1 Comment

Erlendur réðst á unga stúlku við Víðistaðaskóla snemma í gærmorg­un. Greip maður­inn fyr­ir munn stúlk­unn­ar og tók hana hálstaki. Faðir stúlk­unn­ar biðlar til for­eldra að brýna fyr­ir börn­um sín­um að hafa var­ann á.

Skúli Jóns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu staðfestir að málið sé á borði lög­reglu og seg­ir það fjórða at­vikið af slík­um toga á fjór­um vik­um.

Öll málin hafa komið upp í Hafnarfirði, og hefur lögreglan því aukið eftirlit sitt í bænum vegna þeirra. Rannsókn lögreglu snýr m.a. að því hvort um sama mann er að ræða í öll skiptin, en hún leggur jafnframt áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við.

Mbl.is greinir frá því að viðbrögð stúlk­unn­ar, sem er tæp­lega tólf ára, hafi verið afar sterk en að sögn föður henn­ar komst hún und­an með því að gefa mann­in­um oln­boga­skot, sparka í hann og bíta í hendi hans. 

Ein mynd hafi náðst úr fjarska af fyrra at­viki og sést þar að árás­armaður­inn var klædd­ur í app­el­sínu­gula yf­ir­höfn. Þrjú barn­anna hafi sagt árás­ar­mann­inn hafa verið klædd­an í app­el­sínu­gult en árás­armaður stúlk­unn­ar í gær hafi verið svart­klædd­ur að henn­ar sögn.

Samkvæmt vitnisburði barnsins þá hafi maðurinn byrjað að blóta á er­lendri tungu er hún barðist á móti, en ekki á tungu­máli sem hún þekkti. Hún hafi ekki getað sagt hvaða tungu­máli en gat þó úti­lokað ensku, pólsku og dönsku, sem hún þekki af heyrn.

Lögreglan gaf út nýja tilkynningu vegna málanna í dag, sem má sjá hér neðar:

One Comment on “Erlendur maður veitist að börnum og reynir að nema á brott – lögreglan sendir frá sér tilkynningu”

  1. Þetta er í boði allra stjórmálaflokka sem núna eru í ríkisstjórn… Ábyrgðin er þeirra!

Skildu eftir skilaboð