Musk efast um lýðræðið í Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Kjörtímabili Volodomyrs Zelenskí er í rauninni lokið. Úkraínuforseti segist sitja áfram og og vísar í herlög. Þann 21. maí lauk kjörtímabili Volodomyrs Zelenskí forseta Úkraínu. Hann tók við embætti forseta 20. maí 2019 og átti að gegna embættinu í fimm ár.

Úkraínska stjórnin aflýsti hins vegar forsetakosningunum í ár sem áttu að fara fram í mars 2024 með vísan til stríðsins. Í sama mánuði héldu Rússar hins vegar forsetakosningar, þrátt fyrir stríðið. Tass fréttastofan skrifar:

„Samkvæmt úkraínsku stjórnarskránni lauk fimm ára kjörtímabili Zelenskí þann 21. maí. Kænugarður neitar að halda forsetakosningar á stríðstímum, þrátt fyrir að stjórnarskráin banni einungis þingkosningar við slíkar aðstæður.“

Í frétt Reuters segir, að Zelenskí haldi því hins vegar fram núna, að fimm ára kjörtímabili hans sé ekki lokið heldur „haldi það áfram vegna herlaga.

Um lok kjörtímabils Zelenskís skrifar milljarðamæringurinn Elon Musk á X:

„En ég hélt að við værum þarna til að halda lýðræðinu gangandi?“

One Comment on “Musk efast um lýðræðið í Úkraínu”

  1. Valdhafar á Vesturlöndum að vernda lýðræðið! Það er bara í orði en ekki á borði. En auðveldasta leiðin til að plata almenning og fá hann til að styðja öll stríðin víðs vegar um heiminn: mantran sem virkar alltaf er :´til að vernda lýðræðið´.

Skildu eftir skilaboð