Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Norska blaðið Steigan.no segir frá nýjum leiðbeiningum í menntamálum í breskum skólum. Trans hugmyndafræðin verður sett á hilluna. Bloggari vonar að það verði til frambúðar. Slík fræðsla á ekkert erindi í skólakerfið. Ef svo þá í fyrsta lagi á unglingastigi.
Menntamálaráðherrann Gillian Keegan mun senda skólum skilaboð um breytta menntastefnu.
Nemendur munu læra að kynin séu tvö en ekki 72 eins og hugmyndafræðin hefur haldið fram segir hún við Sky News.
Síðast liðinn fimmtudag opinberaði Menntamálaráðuneytið drög að leiðbeiningum fyrir skólana um sambönd, kyn og heilsufræði. Kennarar í enskum skólum fá ekki að kenna börnum að þau geti breytt um kyn.
Ekki á að kenna börnum, burtséð frá aldri, um kynvitund sagði menntamálaráðherrann eftir að ný drög að leiðbeiningum um sambönd, kynlíf og heilsufræðslu voru birt. Drögin er afleiðing af áhyggjum vegna umdeildri kennslu í skólum um kyn. Í leiðbeiningunum kemur fram að kynfræðsla verði í fyrsta lagi kennd í fimmta bekk, þegar nemendur eru níu ára.
Gillian Keegan, menntamálaráðherra, sagði í morgunverðarviðtali við BBC: ,,Líffræðilegt kyn er undirstaða sambanda, kynlífs og heilsufræðslu – ekki þessar umdeildu skoðanir."
Um það sem er nýtt í námskránni skrifar GOV.UK á Education Hub: ,,Við gerum okkur einnig ljóst að hugtakið kynvitund – sú tilfinning sem einstaklingur kann að hafa fyrir eigin kyni, hvort sem það er karl, kona eða fjöldi annarra flokka – er mjög umdeilt og ætti ekki að kenna.“
Þeir skrifa líka: ,,Í leiðbeiningum fyrir skólana er einnig að finna nýjan kafla um gagnsæi gagnvart foreldrum þar sem kemur skýrt fram að foreldrar eiga lagalegan rétt á að vita hvað börnum þeirra er kennt í heilsufræði og geta óskað eftir að fá að sjá fræðsluefnið.
J.K. Rowling hefur mætt mikilli andúð fyrir að segja að konur séu konur, ekki karlmenn sem skilgreina sig sem konur. Hér má lesa hennar orð.