Sænska ríkisstjórnin sendir 100 milljarða sænskra kr til Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Innlendar, Úkraínustríðið1 Comment

Sænska ríkisstjórnin með stuðningi Svíþjóðardemókrata hefur samþykkt að senda að minnsta kosti 100 milljarða sænskra króna til Úkraínu. Jafnframt eru engin „efri mörk“ sett fyrir fjáraustri sænskra skattgreiðenda til Úkraínu sem er í fyrirrúmi fyrir allt annað.

75 milljarðar sænskra króna fer í vopnakaup eða 25 milljarðar sænskra króna á ári á árunum 2024 til 2026. 25 milljarða sænskra króna fer í borgaraleg verkefni. Samtals rúmlega 100 milljarðar sænskra króna sem eru um 1,3 billjónir íslenskra króna (1.297.300.000.000 kr). Til samanburðar má geta að sameiginleg fjárlög Svía til hernaðarmála er um 75 milljarðar sænskra króna árlega.

Sænska ríkisstjórnin segir „Úkraínurammann“ kunna að verða „byrði á ríkisfjármálunum í nokkur ár og jafnvel eftir ár 2026.“

Verðum að sigrast á „morðingjastjórn Pútíns“

Johan Pehrson, flokksleiðtogi Frjálslyndra, sagði í umræðum flokksleiðtoga í þinginu nýlega, að Úkraínuramminn væri „sérstök stríðsfjárlög fyrir Úkraínu“ sem ríkisstjórnin og SD hafa komist að samkomulagi um til að sigrast á „morðingjastjórn Pútíns.“ Hann sagði:

„Frjálslynd hafa alltaf gert ljóst að stuðningur okkar verður að aukast ef við viljum að Úkraína vinni. Það er einfaldlega ekki hægt að bera það saman við aðrar mikilvægar þarfir í Svíþjóð.“

Og að stuðningur Svía við Úkraínu sé forgangsmál leggur forsætisráðherra einnig áherslu á. Ulf Kristersson sagði:

„Við stöndum við hlið Úkraínu eins lengi og þörf er á.“

Sameinast í stríðshrópum yfir flokksmörkin

Rauðgræna stjórnarandstaðan styður hin „sérstöku stríðsfjárlög.“ Þannig sagði Magdalena Andersson, flokksleiðtogi jafnaðarmanna og skar up dúndrandi lófaklapp þingsins:

„Ef Rússland vinnur stríðið mun það breyta stöðu Svíþjóðar og Evrópu næstu áratugina. Þess vegna verðum við að auka framboð á vopnum og skotfærum til Úkraínu og það verður að vera til langs tíma. Ég fagna því yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í dag. En við verðum líka að senda Jas Gripen (orustuþotur) til Úkraínu. Þeir óska svo innilega eftir því. Við stöndum með Úkraínu þar til síðasti rússneski hermaðurinn er farinn. Slava Úkraína! „

Amanda Lind, nýkjörin talskona Græningja, styður stríðsfjárlög ríkisstjórnarinnar.

„Það er aðeins einn valkostur til staðar um það, hvernig stríðinu á að ljúka. Það er með sigri Úkraína. Rússland fer út úr Úkraínu og Pútín verður dreginn fyrir rétt. Fram að þeim degi hlýtur stuðningur Svía og ESB að vera óskeikull. Bæði borgaralegur, hernaðarlegur og efnahagslegur. Við skuldum Úkraínu það!“

One Comment on “Sænska ríkisstjórnin sendir 100 milljarða sænskra kr til Úkraínu”

Skildu eftir skilaboð