Innfluttir eru tifandi sprengja í ellilífeyriskerfi Svíþjóðar

Gústaf SkúlasonErlent, Hælisleitendur2 Comments

Mjög mikill innflutningur fólks sem vinnur ekki fyrir sér er að eyðileggja allt lífeyriskerfið í Svíþjóð. Anna Pettersson Westerberg, nýráðinn forstjóri Ellilífeyrisstofnunarinnar „Pensionsmyndigheten,“  sendir frá sér þessa viðvörun í viðtali hjá sænska viðskiptablaðinu  „tidningen näringslivet, TN.“

Í dag fá yfir 60% allra ellilífeyrisþega einhvern grunnstuðning til að komast af fjárhagslega að sögn Önnu Pettersson Westerberg:

„Breytingar undanfarinna ára hafa gert það að verkum að ævitekjureglan og vinnuhvötin hafa rýrnað.“

„Lífeyriskerfið okkar er í grundvallaratriðum byggt á sanngjörnum meginreglum – að hver króna sem aflað er gefur hærri lífeyri. Svo erum við með grunnuppbót ríkisins sem á að bæta þeim sem hafa unnið hlutastarf eða ekki og það er nokkuð hátt. Meira en 60 prósent allra lífeyrisþega fá einhvers konar grunnframfærslu.“

Það verður að borga sig að vinna

Anna Pettersson Westerberg segir:

„Fyrst og fremst eru það breytingar undanfarinna ára sem hafa rýrt meginregluna um ævitekjur og vinnuhvatningu. En þegar litið er á lífeyriskerfið í heild sinni, ef maður bætir við starfstengdum lífeyri þá eru nokkuð góðir hvatar til að vinna.“

„Ellilífeyrir verður að miðast við störf, því það er grunnurinn að fjármögnun lífeyrisins – það verður að borga sig að vinna.“

Þegar almennur lífeyrir og starfstengdur lífeyrir eru teknir saman verður bótahlutfallið um 79% af lokalaunum. Svo það er hátt, segir hún. Á sama tíma er dreifing milli einstaklinga mikið. Fyrir hátekjufólk er bótahlutfallið 64% og fyrir lágtekjufólk allt að 127%. Ævitekjureglan er mikilvægur hornsteinn sænska lífeyriskerfisins, telur Anna Pettersson Westerberg.

Flækjustigið stórt vandamál

Flækjustig lífeyriskerfisins er líka vandamál. Sjö mismunandi grunngreiðslur gera einstaklingnum erfitt fyrir að hafa yfirsýn yfir afleiðingar ákvarðana sinna á lífsleiðinni – varðandi börn, vinnuskipti og eftirlaunaaldur. Það er jafnvel erfitt fyrir sérfræðinga ríkisvaldsins að lýsa því hvernig það virkar.

Eftirlaunaaldur hefur ekki fylgt hækkun lífaldurs í mörg ár en á síðasta ári varð breyting. Þá hækkaði meðaleftirlaunaaldur um 1,2 ár sem er mikil hækkun í samhenginu. Það sem liggur að baki er hækkun lágmarkslífeyrisaldurs úr 62 árum í 63 ár, hækkun tryggðs lífeyrisaldurs úr 65 árum í 66 ár og réttur til áframhaldandi starfa sem hækkaður var úr 68 árum í 69 ár.

Innfluttir eru tifandi tímasprengja

Nýlega tók lífeyrisnefndin til starfa að nýju á sænska þinginu og Anna Pettersson segir nefndina vera mikilvæga fyrir lífeyriskerfið „því það er jákvætt að rannsóknir séu gerðar.“ Lífeyrisiðgjaldið hefur verið hækkað gegnum tíðina. Um miðjan tíunda áratuginn greiddu atvinnurekendur 3,5% af tekjum í starfstengdan lífeyri. Í dag er það 4,5–6%.

Tifandi tímasprengja er, að fæddir utanlands sem hafa komið til Svíþjóðar á miðjum aldri fá ekki tíma til að vinna fyrir fullum lífeyri. Það dregur úr hvata til að vinna, því þeir fá þá ríkistryggðan grunnstuðning. Anna segir:

„Hér þarf Ellilífeyrisstofnunin að upplýsa um hversu mikilvægt það er að reyna að komast sem allra fyrst í vinnu til að afla sér lífeyris og gæta þess að fá starfstengdan lífeyri. En svo þarf auðvitað að vera til grunnframfærsla sem tekur með þá sem skortir 40 ára búsetu fyrir ellilífeyrisréttindin.“

 

 

2 Comments on “Innfluttir eru tifandi sprengja í ellilífeyriskerfi Svíþjóðar”

  1. Svíþjóð, líkt og önnur lönd á Vesturlöndum, eru að feta vegin til fátæktar.

  2. Sendið þetta til “ góða fólksins” og látið þau lesa þetta oft á dag út lífið.

Skildu eftir skilaboð