Algjört tap bíður Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið2 Comments

Úkraína stendur frammi fyrir algjöru tapi í stríðinu gegn Rússlandi. Þetta skrifar blaðamaðurinn Seymour Hersh á Substack. Hersh bendir á, að Bandaríkin hafa eytt 175 milljörðum dollara í stríð sem er ómögulegt að vinna. Valkosturinn er að semja um frið. Seymour Hersh skrifar (í lauslegri þýðingu):

„Á þeim árum sem Biden hefur gegnt embætti, þá hafa Bandaríkin eytt 175 milljörðum dala til að berjast í stríði sem ekki er hægt að vinna og mun ekki vinnast. Stríðið verður aðeins leyst með diplómatíu – ef skynsemin fær að ráða í Kænugarði og Washington. Að öðrum kosti endar það með algjöru tapi úkraínska hersins sem er fámennur, illa þjálfaður og illa útbúinn.”

Undanfarnar vikur hefur Hersh frétt af mörgum úkraínskum herdeildum sem hafa tilkynnt yfirmönnum sínum, að þeir muni ekki lengur taka þátt „í því sjálfsmorði að fara gegn betur þjálfuðum og betur búnum rússneskum hermönnum.”

Að sögn Hersh er það ekki aðeins hár aldur Joe Biden Bandaríkjaforseta og erfiðleikar hans við að halda ræður sem ógna möguleika hans á að verða endurkjörinn í forsetakosningunum í haust, heldur einnig

„…langtíma vanhæfni Biden til að sjá heiminn eins og hann er.”

Seymour Hersh skrifar, að Joe Biden hitti Pútín síðast ár 2022:

„Biden hefur ekkert reynt að skipuleggja fund augliti til auglits með Vladimir Pútín, forseta Rússlands síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.“

Ef Seymour Hersh hefur rétt fyrir sér gæti það skýrt hvers vegna valdaelítan í Brussel og Washington er núna að mati sumra að búa sig undir allsherjarstríð við Rússland.

author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “Algjört tap bíður Úkraínu”

  1. Er stafsettningavilla i fyrstu målsgrein, tilvitnun i manninn. Berjast gegn stridi?
    Hlytur ad vera. En er thå alvarlegt ef Biden brjålædingarnir hafi nokkurn timan barist gegn stridi!
    Ps. Thetta er løngu tapad. Stridid snyst nu um ad sannfæra fårådlinga vestursins um raunveruleikann. Their eru fastir i lygum og draumorum og eru raunveruleg ogn gegn heimsfridi. Fiflin sem mest tala um frelsi, jafnrædi, stødugleika, frid og hver svosem fagurgalinn er. Otholandi!

  2. Sæll Josef, kærar þakkir fyrir ábendinguna. Átti að vera: „Á þeim árum sem Biden hefur gegnt embætti, þá hafa Bandaríkin eytt 175 milljörðum dala til að berjast í stríði sem ekki er hægt að vinna og mun ekki vinnast.” Leiðréttist hér með.

Skildu eftir skilaboð