Foreldrar verða að leiðrétta kennara

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, Skólakerfið1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Komið er í ljós að til eru kennarar sem láta nemendur leiðrétta rétt skrifaða íslensku í ranga. Þeir gera það til að þóknast ímynduðum kynjum sem eru ekki til nema í hugum fólks. Um það eiga íslenskir nemendur ekki að læra, út á það gengur ekki málfræðin.

Á myndinni hér að neðan, sem er úr 9. bekk grunnskóla, eiga nemendur að breyta setningunum þannig að þær eigi við um öll kyn. Kennarastéttin er sett niður með svona fræðslu, rangri fræðslu, sem tengist hugmyndafræði trans hreyfinga. Fáir kennarar setja svartan blett á kennarastéttina.

Verði foreldrar varir við svona íslenskukennslu hjá börnum sínum verða þeir að leiðrétta kennarann og kvarta til stjórnenda. Foreldrar verða að passa upp á að kennarar fari með rétt mál í skólastofunni. Menn undrast að foreldrar mæti með lögfræðing á prófasýningar. Þegar kennurum er ekki einu sinni treystandi til að kenna rétt mál skil ég vel að foreldrar séu fullir grunsemda. Ekki það, langt gengið að mati bloggara að mæta með lögfræðing.

Nemendur beðnir um að fara með rangt móðurmál í grunnskólum landsins.

Nemendur eiga að læra rétt mál í grunnskóla ekki rangt mál. Foreldrar verða að vera á varðbergi gagnvart þeim kennurum sem stunda svona rangfærslur. Foreldrar bera ábyrgð á að barn gangi í skóla og það hlýtur að vera lágmarkskrafa hvers foreldri að í skólanum fari fram viðurkennd menntun. Rangfærslur á íslenskunni er ekki viðurkennd og stangast á við málfræðireglur. Einkaframtak kennara og hugmyndafræði.

Höskuldur Þráinsson segir á fyrirlestri um íslenskt mál:

,, Hvað ræður kyni kynbeygjanlegra orða í íslensku? Algengast er að kynbeygjanleg orð sýni samræmi í málfræðilegu kyni við nafnorð sem þau eiga við en þegar kynbeygjanleg orð eiga ekki við nein nafnorð og vísa ekki heldur í neina tiltekna einstaklinga er málfræðilegt karlkyn sjálfgefið og kynhlutlaust.“

Það er undarleg staða sé sú að foreldrar þurfi að hafa auga með að kennarar kenni rétta íslensku. Hér áður mátti ganga að því vísu og líka hve margir kennarar kenndu gott mál, talað og ritað. Nú er öldin önnur!

Hér er beinlínis kenndar rangar staðhæfingar, öll kyn. Það eru til þrjú kyn í málfræði og kennari í 9.bekk sem ekki veit það og reynir að breyta málfræðinni þarf endurmenntun.

Höfundur er kennari.

One Comment on “Foreldrar verða að leiðrétta kennara”

  1. Það er sjúkur og klikkaður heimur sem telur að það séu til mörg kyn, það eru aðeins tvö kyn: karl og kona. Allt annað er geðveiki.

Skildu eftir skilaboð