Fuglaflensa breiðist út – á að þvinga nýjum bóluefnum upp á almenning

Gústaf SkúlasonErlent, Fuglaflensa2 Comments

Í Bandaríkjunum hefur H5N1 veiran sýkt að minnsta kosti 36 mjólkurkúabú í níu mismunandi ríkjum. Að sögn yfirvalda eykur það áhættuna á útbreiðslu veirunnar yfir til manna. Ef það gerist, þá eru yfirvöld þegar tilbúin með tvær nýjar tegundir bóluefna sem hægt verður að bólusetja almenning með innan nokkurra vikna.

Enn sem komið er eru engar vísbendingar um að H5N1 dreifist á milli fólks, þrátt fyrir að starfsmaður í mjólkurframleiðslu í Texas sem vann nálægt sýktum nautgripum hafi fengið væga sýkingu og tárabólgu í apríl.

Útbreiðslan meðal dýra veldur áhyggjum um að veiran geti stökkbreyst og breiðst út meðal manna. Yfirvöld undirbúa sig því fyrir þeim möguleika og eru bæði bóluefnin til á lager í takmörkuðu magni. Hundruð þúsunda af sprautuskömmtum og hettuglösum eru tilbúin til sendingar ef þörf krefur. Yfir 100 milljónir skammta geta borist innan þriggja til fjögurra mánaða.

Bandarísk yfirvöld bíða einnig eftir þriðja bóluefninu sem byggist á sömu mRNA tækni og notuð er í hinum umdeildu Covid-bóluefnum Pfizer og Moderna. Þar sem fjöldi tilfella af H5N1 er of lítill fyrir marktækar rannsóknir eru enn ekki til neinar upplýsingar um hvort eða hvernig bóluefnin virka.

Bóluefnaherferð

Í augnablikinu eru lítil sem engin merki þess, að veiran stökkbreytist og smitast meðal fólks. Yfirvöld segjast engu að síður hafa miklar áhyggjur vegna þess hversu veiran drepur marga og talar WHO um 50% í því sambandi. Dr. Judith O’Donnell, forstöðumaður sýkingavarna við Penn Presbyterian Medical Center í Fíladelfíu segir, að stjórnvöld verði að hefja að nýju bólusetningarherferð meðal fólks en margir eru í vafa eftir allar sprauturnar á meðan á Covid-faraldrinum stóð.

Einn þeirra sem bregst ókvæða við hugsanlegum nýjum kröfum um ný bóluefni er Donald Trump sem segir að „vinstri brjálæðingar geti ekki beðið eftir því að hefja nýjar lokanir eins og í Covid.“ Heyra má Trump lýsa skoðun sinni á myndskeiðinu hér að neðan:

 

2 Comments on “Fuglaflensa breiðist út – á að þvinga nýjum bóluefnum upp á almenning”

  1. ég tel mig hafa fyrir 50 árum síðan fengið einhverskonar fuglaflensu því maður var hérna áður fyrr í dúfunum og var lagður inná barnaspítala hringsins og það eina sem læknar við því sögðu að þetta væri VÍRUS og áttu ekki fleyri svör við því þá !

  2. Í alvöru Axel? “ Einhverskonar fuglaflensu“ …. Þetta comment hlýtur að vera djók!

Skildu eftir skilaboð