Bronx er bláasta hverfi New York borgar, þar sem demókratar hafa verið alls ráðandi fremst hjá spænsku talandi kjósendum. 83% kjósenda í Bronx kusu Biden síðast. Núna gætu vindarnir verið að snúast. Alla vega lét Trump þetta ekkert á sig fá og hélt borubrattur útifund í Bronx að viðstöddum tíu þúsund stuðningsmönnum. Stuðningur blökkumanna hefur stóraukist við Trump og setur það einnig sitt spor í New York borg.
Donald Trump lofaði að „gera New York borg aftur frábæra.“ Hann sagði:
„Kveðjur til allra hinna ótrúlegu, hörðu, sterku, duglegu bandarísku ættjarðarvina hérna í Bronx. Ég er himinlifandi að vera kominn aftur í borgina sem ég ólst upp í, borginni sem ég eyddi lífi mínu í, borginni sem ég hjálpaði að byggja og borgina sem við elskum öll: New York borg.“
„Ég er hér í kvöld til að lýsa því yfir að við ætlum að snúa New York borg við og við ætlum að snúa henni við mjög, mjög fljótlega.“
Lofar öryggi á götum borgarinnar ásamt lægri sköttum
„Við munum tryggja öryggið aftur á götum okkar. Við við munum færa velgengnina aftur í skólana okkar. Við munum koma velmegun aftur á í hverju hverfi í stærstu borginni í landi okkar.“
„Við munum lækka skatta. Við munum að koma með fyrirtæki og stóra skattgreiðendur aftur til New York. Verðum að fá þá til baka. Við verðum að fá þá til baka.“
Hæddist að Joe Biden
Trump hæddist að Joe Biden forseta og sagði han óhæfan til að gegna embætti forseta.
„Staðreyndin er einföld: Joe Biden er ekki að vinna verkið fyrir Bronx, hann er ekki að vinna fyrir New York og hann er ekki að starfa fyrir Bandaríkin. Hann er óhæfur. Dömur mínar og herrar, hann er afskaplega óhæfur… hann veit ekki að hann er á lífi.“
Hér að neðan má sjá streymi RSBN. 120.000 horfðu á Bronx strauminn í beinni á RSBN:
Í desember fór Cara Castronuova sem er blaðakona Newsmax og The Gateway Pundit, til Bronx og spurði íbúana út í afstöðu til Trump og Biden. Það kom henni á óvart hversu mikill stuðningur var við Donald Trump í Bronx.
Alveg sama hvað meginstraums fjölmiðlar segja, fólk veit sjálft að lífsafkoman var betri, á meðan Trump var forseti. Ástandið er mun verra með Joe Biden og vinstriflokkinn hans sem er að eyðileggja landið. Ekkert útlit er til að ástandið batni með þessum sósíalistum við völd.
Cara spurði íbúana hvort þeir vildu að Trump myndi halda fund í Bronx og ef hann gerði það, myndu þeir mæta? Viðbrögð viðmælenda má sjá á myndskeiði X hér að neðan:
One Comment on “Trump hélt kosningafund í bláa Bronx, New York”
10.000? Ég held að það hagi verið í kringum 30.000 manns