Loftslagshræsnin: Mikil losun í ferðum á ráðstefnur

Gústaf SkúlasonErlent, Loftslagsmál1 Comment

Stjórnmálamenn og hinir ríku sem ferðast um heiminn á loftslags- og umhverfisráðstefnur í einkaþotum stuðla að mikilli losun. Ferðast er langt til eyja eins og Mallorca, Puerto Rico og Hawaii, þar sem ráðstefnur eru haldnar. Þar sem stjórnmálamönnum er alveg sama um „eigin kolefnislosun“ vaknar sú spurning, hvort þeir trúi nokkuð sjálfir á þá „loftslagsógn“ sem þeir hamast við að troða ofan í kokið á okkur hinum.

Sænska sjónvarpið greinir frá niðurstöðum rannsóknarhóps í Lundi sem hefur athugað kolefnislosun þátttakenda á árlegri vatnsráðstefnu „Association for the Sciences of Limnology and Oceanography“ á árunum 2004 – 2023. Um 1500 manns koma saman árlega á ráðstefnuna. Niðurstaðan sýnir, að hver þátttakandi losar að meðaltali um 1,3 tonn af koltvísýringi í hvert skipti sem ráðstefnan er haldin.

Umhverfisáðstefnur oft haldnar á fallegum eyjum

Það eru sjálfar flugferðirnar sem valda mestri losun. Til að komast á ráðstefnurnar þarf langt flug fyrir þátttakendur og margir koma á einkaþotum. Á ráðstefnunni lýsa síðan þátttakendur yfir skuldbindingu sinni við loftslagsmálin og hvetja jarðarbúa til að fljúga minna, borða minna kjöt og hætta að keyra bensínbíla.

Emma Kritzberg, líffræðiprófessor á háskólanum í Lundi segir:

„Grænmetisfæði sem oft er boðið upp á þessum ráðstefnum og rafbílaferðir á staðnum virðist helst vera táknrænt athæfi þar sem það eru flugferðirnar sem eru stóri sökudólgurinn.“

Nú vaknar sú spurning hvort fyrirlesarar og þátttakendur á loftslagsráðstefnunum trúi nokkuð sjálfir á „loftslagsógnina“ þar sem þeir virðast ekki sjá nein vandamál með langt flug til framandi eyja. Tækju þátttakendurnir nokkuð mark á eigin heimsendaspám, þá væri þeim í lófa lagið að halda ráðstefnurnar á stafrænan hátt.

En þeir vilja frekar fljúga og skemmta sér.

One Comment on “Loftslagshræsnin: Mikil losun í ferðum á ráðstefnur”

  1. Hin svokallaða ´loftslagsógn´ snýst eingöngu um að sannfæra almenning um að vera góð og þæg í heimi sem er fullkomlega stjórnað af elítunni. Flestir eru, því miður, svo miklir sauðir að þeir fylgja elítunni að máli gagnrýnislaust. Það sást best í Covid-þvingunum elítunnar á almenningi. Sorglegt.

Skildu eftir skilaboð