Stoltenberg æsir til heimsstyrjaldar – segir Bandaríkjamönnum að láta Úkraínu skjóta eldflaugum á Rússland

Gústaf SkúlasonErlent, NATÓ, Úkraínustríðið2 Comments

Ummæli Jens Stoltenbergs í viðtali við Zanny Minton Beddoes, ritstjóra The Economist hleypir fólki í uppnám. Hann segir að tími sé kominn til að láta Úkraínu nota Nató drápsvélar til að skjóta á Rússland. Nýlega ákvað Joe Biden og ríkisstjórn Bandaríkjanna að senda meðal langdrægar eldflaugar sem geta náð fleiri hundruð kílómetra inn í Rússland. Það eru þessi vopn sem yfirmaður Nató vill núna siga Úkraínu til að skjóta á Rússland. Verði þetta að raunveruleika, þá mun ekkert lengur koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Fólk er í sjokki eftir þessa yfirlýsingu kratans og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.

Áður hafa leiðtogar Nató-ríkja ekki leyft slíkar árásir, þar sem þær gætu þýtt allsherjar stríð Nató við Rússland. Nató-ríki hafa útvegað Úkraínu vopn með þeim skilmálum, að einungis megi nota vopnin innan landamæra landsins til að koma í veg fyrir fullt stríð Nató og Rússlands. En núna á það ekki lengur að gilda, sem þýðir að Nató telur sig undirbúið fyrir helför gegn Rússlandi.

Tími kominn að ráðast á Rússland

Jens Stoltenberg, aðalritari Nató segir tímann kominn að breyta um stefnu og segir samkvæmt The Economist að núna se tími að láta Úkraínu ráðast á rússnesk landsvæði með vopnum Nató. Er um að ræða tilraun til að auka bein átök Nató gegn Rússlandi sem kveikt getur heimsstyrjöld. Ungverjaland mun þó aldrei samþykkja þessa breytingu. Stoltenberg segir:

„Við megum ekki gleyma hvað þetta er. Þetta er árásarstríð Rússa gegn Úkraínu. Úkraína hefur réttinn að verja sig. Í því felst að ráðast sé á skotmörk á rússnesku yfirráðasvæði.“

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur flaggað fyrir sömu árásarstefnu. Hann opnaði á það í heimsókn til Kænugarðs nýlega, að leyfa ætti Úkraínu að beita bandarískum vopnum til árása á rússneskt landsvæði. Ekki er búist við að lönd sem tala fyrir vopnahlé og friðarsamningum séu hrifin af þessum stríðsæsingamönnum Nató. Lönd eins og Tyrkland, Ungverjaland og Slóvakía vilja að friður verði samin sem er ekki það sama og yfirstjórn Nató vill.

Hernaðarráðgjafar Nató-ríkja í Úkraínu

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur áður kynnt, þá skoðun sína að hann vilji senda franska hermenn til Úkraínu. Stoltenberg segist ekki ganga svo langt, þótt vitað sé um bæði bandaríska og breska og fleiri „hernaðarráðgjafa“ Nató ríkja í Úkraínu:

„Við útvegum Úkraínu þjálfun, vopn og skotfæri, en við munum ekki taka beinan þátt frá yfirráðasvæði Nató í bardagaaðgerðum yfir eða í Úkraínu.“

Heyra má orð aðalritarans á myndskeiðinu hér að neðan:

2 Comments on “Stoltenberg æsir til heimsstyrjaldar – segir Bandaríkjamönnum að láta Úkraínu skjóta eldflaugum á Rússland”

  1. Það er verið að stíga skrefið til gjöreyðingar, og flestir eru ómeðvitaðir um þá vegferð.

  2. Nató eru hryðjuverkasamtök. Putin hefur viljað friðarviðræður síðan 2022 en þessir heimsku glóbalistar vilja stríð og styrjaldir af hverju haldiði að það sé..?

Skildu eftir skilaboð