Álíka hættulegt að eiga heima í Malmö eins og í Bagdad, Teheran eða Karachi

Gústaf SkúlasonErlent, ÖryggismálLeave a Comment

Malmö er á lista yfir 100 hættulegustu borgir heims, segir í frétt Expressen. Hættulegasta borg heims er höfuðborg Venesúela, Caracas, sem hefur verið kölluð „mesta ofbeldisborg heims“ af Business Insider.

Á eftir Caracas koma þrjár borgir í Suður-Afríku – Pretoríu, Durban og Jóhannesarborg. Því næst borgirnar Port Moresby, Papua Nýju Guineu, San Pedro Sula, Honduras, Rio de Janeiro, Brasilíu, Port Elizabeth, Suður-Afríku og borgirnar Frotaleza og Salvador, Brasilíu.

Malmö er í 76. sæti listans sem má bera saman við Bagdad, Írak (74), Teheran, Íran (77) og Karachi, Pakistan (78). Samkvæmt öryggiskönnunum sænsku lögreglunnar óttast 28,7% af íbúum Malmö að vera einsamir úti á kvöldin. Malmö er samt ekki hættulegasta borg í Evrópu. Það er Marseille í Frakklandi sem er númer 40 á listanum og á eftir koma Coventry og Birmingham í Englandi.

Gautaborg er í 154. sæti og Stokkhólmur í 157. sæti. Malmö ásamt Gautaborg og Stokkhólmi eru hættulegustu borgir á  Norðurlöndum.  Kristiansand í Noregi er í 166. sæti höfuðborg Noregs, Ósló, er í 244. sæti. Kaupmannahöfn er í 297. sæti, Helsinki í 305. sæti og Reykjavík í 308. sæti yfir hættulegustu borgir heims en samtals tekur listinn yfir 333 borgir.

Hér má skoða lista numbeo.com 

 

Skildu eftir skilaboð