Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Móðir sem hefur barist fyrir að kristin gildi barna hennar séu virt í Smáraskóla hefur ekkert orðið ágengt. Hún hefur þurft lögfræðing til að ræða við skólastjórnendur og fræðsluyfirvöld í Kópavogi. Menn gefa lítið fyrir málflutning hennar. Reyndar finnst þeim þetta vesen í henni og börnunum.
Sumt af hinsegin fræðunum ganga gegn kristnum gildum og það fer fyrir brjóstið á móðurinni að hugmyndafræðinni sé flaggað með þeim hætti sem gert er í Smáraskóla. Börnum hennar eru kennd fræði sem henni hugnast ekki og börnunum ekki heldur. Eins og alþjóð veit má ekki kenna kristinfræði í mörgum skólum og nemendur fá ekki að heimsækja kirkju.
Skólastjórnendur Smáraskóla hafa gengið svo langt að kæra móður til Barnaverndar þar sem hún tók börnin úr skólanum þangað til allur áróður yrði fjarlægður sem minnir á hinsegin fræðin. Skólinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Kennarar barnanna kenndu meira segja fornöfn hinsegin hugmyndafræðanna og létu hanga upp á vegg í skólastofunni. Þetta vildi móðirin niður enda fer það gegn lífsgildum viðkomandi.
Skólinn á að vera hlutlaust og öruggt svæði fyrir börn. Smáraskóli brást börnunum. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu á leik- og grunnskóla að þeir virði hlutleysi en þvingi ekki umdeildri hugmyndafræði upp á börn. Foreldrum er frjálst að leggjast gegn hugmyndafræðslu fámenns hóps. Skólar eiga að virða það og fara eftir óskum foreldra.
Smáraskóli og fræðsluyfirvöld í Kópavogi hafa brugðist börnum og foreldrum þeirra. Barnaverndarnefnd í Kópavogi sömuleiðis. Auðvitað á barnaverndarnefnd að taka af skarið og minna skólastjórnendur á hlutleysi grunnskólans. Fagleg stjórnun skólans fær falleinkunn, vægt til orða tekið.
Börnin voru sett í annan skóla að beiðni barnanna sem gáfust upp í Smáraskóla. Fjölskyldan gafst upp á baráttunni við skólakerfið. Skólayfirvöld bentu henni á Suðurhlíðarskóla í Reykjavík. Sem sagt til að virða kristin gildi fjölskyldunnar áttu þau að fara í skóla í öðru bæjarfélag svo Smáraskóli gæti haldið áróðri sínum um hinsegin hugmyndafræðina áfram.
Smáraskóli úthýsti kristnum börnum og gildum þeirra fyrir trans hugmyndafræðina. Nemendur og foreldrar hafa ekki farið fram á að tákn kristinnar séu sýnileg öðrum nemendum.
7 Comments on “Kristnum börnum úthýst úr Smáraskóla í Kópavogi”
Að sjálfsögðu vill guðleysinginn úthýsa Kristnum gildum úr samfélaginu og upphefja í staðinn úrkynjun, brenglaða hugmyndafræði og sjúk lífsviðhorf. “Enda verða allir ofsóttir sem lifa guðrækilega í Kristi Jesú. En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villa aðra og villast sjálfir. ” 2 Tímóteus 3:12-13.
Ganga úr xD og xB og VG þessir flokkar eru að vinna fyrir Andkrist.
Barnavernd Kópavogs vinnur ekki fyrir hag barna heldur eru þar stór skaðlegt starfsfólk að störfum með leyfi til afbrota og þöggunar. Nýlega þurfti yfirkona barnaverndar Kópavogs að nafni Anna Eygló Karlsdóttir að hætta störfum eins og níðingsprestarnir hjá Kaþólsku kirkjunni og hún var flutt til Barnaverndar Garðabæjar. Anna Eygló yfir níðkona í Kópavogur var nauðbeygð úr starfi þar sem podkast og YouTube síður foreldra barns sem brotið var á af þessari níðingsstofnun höfðu útvarpað og opinberað ótrúleg níð verk hennar og Dagbjartar Rúnar Guðmundsdóttur sem tók einnig við stöðu Önnu Eyglóar sem yfir níð-ingur enda eru þær tvær þræl sekar um látlaus mannréttindabrot og barnaníð í starfi sínu til fjölda ára. Skólar hamra siðblinduna og afbrýðileikann ofan í börnin en kristni hún er bönnuð með öllu nema að Kristur væri auglýstur sem heilagur Trans eða sem kvennmaður með skegg og álímdann lim eða afskorinn.
Bíddu bíddu, þú heldur því fram Helga að ekki mega fræða börn um trans og hvað er að vera trans er þrátt fyrir að slikt fólk sé raunverulega til. En þú vilt að börn séu heilaþvegin af skólakerfinu til að trúa á hindurvitni og mannskemmandi bulli. Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Ég leggst alfarið gegn því að hugmyndafræði eins og kristni sé þvingað upp á börn og það ætti að varða við lög að slíkt sé gert hvort sem það er í skóla eða heimili. Þegar að börnin eru orðin 18 ára mega foreldrar benda börnum sínum á trúarbrögð. Fram að því er það beinlínis barnaníð að halda trúarbrögðum að börnum sem hafa ekki þroska og skilning til að sjá hvurslags bull trúarbrögð eru.
Sem betur fer er ekki hægt að eyða færslum sem hafa verið settar inn á Frettin.is Ég bið því fólk að lesa vel og vandlega innlegg Einar Viðarsonar hér að ofan og staldra við hvað hann er að segja og skilja einstaklinginn bakvið hans skrif. Hann opinberar margt með þessum skrifum þarf ekki að kommenta meira á þetta. Almenn skynsemi eyðir þessu innleggi í ruslpóst ekkert annað en spam.
Einar Vidarsson nei ég leggst ekki gegn því að skólabörnum sé sagt frá að sumir einstaklingar upplifa sig annað en kynið segir til um. Það er mikill munur á fræðslu og áróðri eins og margir skólar ástunda í þessum efnum. Hef hvergi sagt að skólinn eigi að heilaþvo börn á kristnum fræðum. Eitthvað sem þú býrð til. Það sem stendur er að skólinn á að vera hlutlaust svæði. Í trúarbragaðarfræði er sagt frá kristinni trú eins og öðrum trúarbrögðum. Sama á að vera með hinsegin fræðin, segja á frá því á unglingastigi að kynvitund barna og fullorðinni getur verið mismunandi. Í Smáraskóla eins og mörgum öðrum skólum virðast sumir kennarar hafa fengið köllun frá hinsegin samfélaginu um að hefja kennslu hinsegin fræða allt niður í 3 bekk. Margir leikskólar boða þessi fræði líka. Við það hverfur hlutlausa svæði barnsins og það er á ábyrgð kennara og stjórnenda.
Trú oa trúarbrögð eru undirstaða til ræktunar á sál einstaklingsins. Það að útfæra lífsleiðina á þann hátt að einstaklingur hugsi ekki fyrr en v.k. er fullorðinn er mjög mikil afbökun. Hversu mörg dæmi höfum við ekki úr samtíma að börnin eru í hræðilegri vanlíðan og er þá laustnin að setja þau á lyf á lyf ofan eða gæti laustn leynst í að þau þekktu til þess að yfir þeim vakir æðra afl sem veit og skilur og umlykur í alltumlykjandi kærleika! Það hefur löngum verið haldið á lofti að dýr séu skynlausar skepnur en þeir sem hafa alist upp með dýrum vita að blessuð dýrin vita og skynja oft betur en manneskjan í fyrrtum heimi. Barnið á oftar en ekki trygglyndasta vininn einmitt meðal dýranna. Við sem höfum lifað tímana tvenna vitum að heimssagan á fleiri en einn og fleiri en tvo viðburði í veraldarsögunni þar sem öllu hefur verið eitt. Þessi heimsveldi hafa náð gíkantískum framförum og velgengni en siðleysi og
græðgi hefur orðið alsráðandi.