Brussel og Washington undirbúa allsherjar stríð

Gústaf SkúlasonErlent, NATO, Úkraínustríðið1 Comment

Samkvæmt „About Hungary“ segir Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands í viðtali við Kossuth Radio, að valdaelítan í Brussel sé að undirbúa Evrópu fyrir stríð. Þar sem Úkraína er að tapa stríðinu við Rússland, þá telja sumir það aðeins tímaspursmál hvenær Úkraínustríðið breytist allsherjarstyrjöld.

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen varaði nýlega við því að valdaelítan í Evrópu hafi ákveðið að hefja stríð við Rússland. Núna bætast Donald Trump og forseti Serbíu í hóp þeirra þjóðarleiðtoga sem segja það sama.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, spyr hvers vegna stríðið í Úkraínu sé ekki einangrað sem átök milli tveggja slavneskra ríkja. Hann segir:

„Það sem er að gerast núna í Brussel og Washington er nokkurs konar andrúmsloft undirbúnings fyrir bein hernaðarátök. Vesturlönd líta á stríðið sem sitt eigið stríð en allir ættu að hafa hagsmuni af því að einangra þessi átök.“

Að sögn Orbán munu kosningarnar í Evrópu og Bandaríkjunum verða afgerandi fyrir stríð eða frið í Evrópu. Hann segir:

Hann útskýrir jafnframt, að Ungverjaland sé að reyna að finna leið til að vera áfram í Nató án þess að blanda sér í Úkraínustríðið. Núna eru hernaðaráætlanir í gangi í Brussel sem fela í sér að finna leið fyrir Nató til að taka þátt í stríðinu.“

„Ungverjaland er á móti þessu. Ríkisstjórnin vinnur hörðum höndum að því að komast að því, hvernig eigi að forðast þátttöku í stríðinu á meðan landið verði áfram aðili að Nató.“

Sjá nánar The Economist: Frjálslynd skipan nálægt hruni

One Comment on “Brussel og Washington undirbúa allsherjar stríð”

  1. Þetta er viðbúið og hefur sjálfssagt verið lengi á prjónunum. Stríðsæsingarsmtökin NATO sem ég hef alltaf stutt er ekki lengur varnarbandalag heldur hermaskína glóbalista og hermangara sem hafa keypt þá stjórnmálamenn sem styðja þetta brjálæði. Þeir skilja það ekki enn að ef Úkranía hefði orðið NATO þjóð þáværu glópalistanir komnir inn í bakgarð Rússa. Land sem þeir girnast og vilja kremja og sundurhluta. Þetta sama gerðist þegar Sovétmenn fluttu flaugar til Kúbu og það sauð loks upp úr og Sovétríkin bökkuðu vegna þess sem Bandaríkjastjórn sagði þá. „Við viljum ekki neinar óvinaeldflaugar í okkar kálgarði“Þá var það með öfugum formerkjum. Nú þurfa evrópubúar að kjósa rétt núna í júní til Evrópuþingsins og Bandarískir kjósendur að gera það sama í haust því þá minnkar stríðsspennan og aðilar geta farið að tala saman. USA er búið að eyða 175 trilljónum dollara í þetta stríð sem engu hefur skilað nema ömuglegheitum fyrir alla sem að því koma. Á meðan eykst fátæt fyrir vesta atlantsála og hér í vestur evrópu líka. því að vita allir að þessar upphæðir settar í nnfrastrúktur þessara landa myndi gera löndin miklu byggilegri. Svo þarf að loka shengen svæðinu g þá meina ég að harðloka því og velja inn flóttafólk til að byggja löndin upp en ekki til að eyðileggja þau.Og svo erum við stríðsbrjálaða ríkistjórn sem vegna vanhæfis henti rússneska sendiherranum ú landi og kaupir byssukúlur í fallbyssur Úkraníumanna þannig að litla Ísland er orðið þáttakandi í stríðinu. Bravó. Við eru með óhæft stjórnmálafólk á Alþingi, ónýta embættismenn og allt þar á milli ef kemst.

Skildu eftir skilaboð