Sænsk rannsókn á sambandi Covid-bóluefna og áverka á hjartað

Gústaf SkúlasonCovid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Sænska TV4 segir núna það sem margir sögðu áður að væri samsæriskenning: Að íþróttamenn virðast þjást oftar af hjartavandamálum og að hugsanlegt sé, að það tengist Covid-19 bóluefnum. Núna á að rannsaka átta milljónir bólusettra Svía í viðamikilli rannsókn til að kanna, hvort hægt sé að sanna tengsl á hjartavandmálum og bóluefnanna.

Áður fyrr var fólk sem tengdi saman Covid-bólusetningar og hjartavandamál stimplað sem samsæriskenningasmiðir en núna vekur TV4 athygli á því, að þarna megi sjá samband. TV4 spyr á heimasíðu sjónvarpsins:

„Finnst þér að fleiri ungir íþróttamenn þjáist af hjartavandamálum núna í samanburði fyrir heimsfaraldurinn?“

Sagt er frá því, að átta milljónir Svía séu hluti af nýrri rannsókn til að komast að því, hvort það sé aukning á hjartavandamálum hjá covid-bólusettu fólki.

Fleiri nýjar rannsóknir eru gerðar á skaðsemi Covid-19 bóluefnanna.

Getur valdið hjartavöðvabólgu

Mats Börjesson hjartalæknir, sem starfar hjá Östra Sjukhuset í Gautaborg, segir frá mögulegum fylgikvillum sem bólusettir geta fundið fyrir:

„Bóluefni getur valdið hjartavöðvabólgu og gerir það líka jafnvel eftir Covid-bóluefnin. Oft er það vægari hjartavöðvabólga sem sækir á yngra fólk, sérstaklega karlmenn.”

Væntanlega munu Svíar þá svar við því í náinni framtíð, hvort tengsl séu á milli Covid bóluefnisins og hjartakvilla, þegar niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð