Tedros „mun reyna allt“ til að bjarga samkomulagi um Faraldurssáttmálann

Gústaf SkúlasonErlent, WHOLeave a Comment

Eftir tveggja ára samningaviðræður hefur tilraun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að ná samkomulagi um heimsfaraldurssáttmála enn ekki tekist. Áætlunin, sem leitast við að skapa ramma um hvernig lönd eiga að bregðast við næsta heimsfaraldri, myndi veita WHO vald til að fara með umboð fyrir lokunum, bóluefnum og bólusetningarvegabréfum og annars konar valdaeftirliti.

Átakinu er stjórnað af forstjóra WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, sem er eþíópískur stjórnmálamaður með tengsl við marxískar skæruliðahreyfingar en „ráðleggingar“ þeirra mótuðu alþjóðleg viðbrögð við Covid-19 heimsfaraldrinum.

Ágreiningur um uppkast samkomulags

ABC greindi frá því, að á föstudag tilkynnti Roland Driece, annar formaður samningastjórnar WHO um samninginn, að löndin hefðu ekki komið komið sér saman um uppkast að samningnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafði vonast til að hægt yrði að ná samkomulagi um lokadrög að sáttmála á árlegum fundi heilbrigðisráðherra sem hefst á mánudaginn í Genf. Hann sagði:

„Við erum ekki komin þangað sem við vonuðumst til að við værum þegar við hófum þetta ferli.“

Driece sagði að Alþjóða heilbrigðisþingið í næstu viku myndi draga lærdóm af starfi sínu og skipuleggja leiðina fram á við og hvatti þátttakendur til að taka

„réttar ákvarðanir til að halda þessu ferli áfram að heimsfaraldurssamningi vegna þess að við þurfum á honum að halda.“

Tedros: munum gera allt til að reyna að ná samkomulagi

Sagt er að mikill ágreiningur sé enn um miðlun upplýsinga um sýkla sem koma fram og miðlun tækni til að berjast gegn þeim. Þá er einnig uppi  óánægja með gap milli ríkra og fátækra þjóða og aðgang þeirra að bóluefnum. Tedros Adhanom Ghebreyesus ávarpaði fjölmiðla eftir að slitnaði upp úr viðræðunum og fullyrti að ferlið væri „ekki misheppnað.“ Tedros sagði:

„Við munum reyna að gera allt til að ná samkomulagi – í þeirri trú að allt sé mögulegt – vegna þess að heimurinn þarfnast heimsfaraldurssáttmála. Margar af þeim áskorunum sem höfðu alvarleg áhrif í Covid-19 eru enn til staðar.“

„Það sem skiptir máli núna er hvenær við lærum af þessu og hvernig getum við endurstillt hlutina, endurstillt hlutina, greint helstu áskoranir og haldið svo áfram.“

Bretland neitar að samþykkja samninginn

Samningaviðræður hafa verið leynilegar og embættismenn reynt að smeygja inn ákvæðum til að styrkja vald WHO við næsta heimsfaraldur. Fyrr í mánuðinum kom í ljós, að Bretland myndi leggjast gegn sáttmálanum á þeim forsendum að hann brjóti í bága við fullveldi landsins. Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar sagði:

„Bretland gat ekki samþykkt þessar tillögur í núverandi mynd – og þær hafa ekki verið samþykktar. Við munum aðeins styðja samþykkt samkomulagsins og samþykkja það fyrir hönd Bretlands, ef það er vinnur fyrir þjóðarhagsmunum Bretlands og virðir fullveldi þjóðarinnar.“

Skildu eftir skilaboð