Sauðfé innilokað og bjargarlaust í Grindavík

frettinInnlentLeave a Comment

Dýra­vernd­un­ar­sam­band Íslands (DÍS) og Mat­væla­stofn­un (MAST) lýsa yfir áhyggj­um vegna sauðfjár sem enn sé nærri Grinda­vík.

Í til­kynn­ingu frá MAST kem­ur fram að stofn­un­in hafi ít­rekað beint því til dýra­eig­enda, lög­reglu og al­manna­varna að ekki skyldi flytja dýr aft­ur til Grinda­vík­ur eft­ir rým­ingu. Ein­hverj­ir hafi þó farið þvert á þau tilmæli.

Þá grein­ir DÍS frá því að fregn­ir ber­ist af sauðfé sem sitji nú inn­an girðing­ar bæði aust­an og vest­an við Grinda­vík og óska sam­tök­in eft­ir því að taf­ar­laust sé brugðist við og dýr­un­um bjargað úr hættu­leg­um aðstæðum.

„Féð er inni­lokað og bjarg­ar­laust, í sjálf­heldu í Grinda­vík. Þeim er mik­il hætta búin sök­um gasmeng­un­ar og hraun­flæðis (komi til þess inn í Grinda­vík). Einnig er það al­var­legt að féð sé á svæðinu bjarg­ar­laust ef eina opna leiðin að Grinda­vík, Suður­strand­ar­veg­ur, lokast.  Dýr eru skyni gædd­ar ver­ur með til­finn­ing­ar og sál, þau eru ekki hlut­ir og því er það ákall DÍS að þess­um dýr­um verði komið til bjarg­ar. Bent skal á að skv. lög­um um vel­ferð dýra er hverj­um þeim er vart verður við dýr í neyð skylt að koma þeim til bjarg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu DÍS.

Til­kynn­ingu MAST má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð