Leo Hohman skrifar á substack, að nýlegar drónaárásir á ratsjárvarnarkerfi Rússlands bendi til þess að stríðsæsingamenn í Washington-London-París-Berlín séu að undirbúa að koma Pútín og rússnesku þjóðinni á óvart. Newsweek greinir frá því, að þrjú mannvirki í Ratsjárvarnarkerfi rússneskra kjarnorkueldflaugavarna hafa orðið fyrir langdrægum árásum frá Úkraínu. Þar af voru tvær gerðar í síðustu viku.
Nató hefur þegar ráðist á ratsjárvarnarkerfi Rússlands með drónum 1.800 kílómetra inn í Rússlandi
Drónar frá Úkraínu réðust í annað sinn á hið háþróaða ratsjárkerfi rússneska kjarnorkuviðvörunarkerfisins þann 26. – 27. maí og reyndu síðan að gera þriðju árásina.
Árásir á ratsjárkerfið innan Rússlands er ískyggileg þróun, vegna þess að þær eru augljóslega ekki gerðar til að verja Úkraínu. Um er að ræða breytta stefnu Nató til að skapa óstöðugleika og minnka getu eftirlits- og varnarkerfis Rússlands sem stjórnar kjarnorkuvopnum Rússlands.
Þessi seinni drónaárás var gerð á háþróað viðvörunarratsjárkerfi á Orsk svæðinu í Orenburg, 1.800 kílómetra frá landamærum Úkraínu. Rússneskir sérfræðingar segja að búast megi við nýjum árásum frá Úkraínu. Að þeirra sögn er næsta markmið Nató að eyðileggja ratsjárvarnarkerfið á Pétursborgarsvæðinu.
Nató reynir að skapa „blinda bletti“ í ratsjárvarnarkerfi Rússlands
Ef Úkraína skaðar ratsjár á þessum tiltekna stað mun varnargeta Rússlands í norðurátt minnka verulega. Moskvu mun tapa hæfileikanum til að greina tímanlega árásaeldflaugir með kjarnaoddum, sem mun gera landið ófært um að bregðast skjótt við því sem er að gerast.
Í stuttu máli, Nató er að reyna að búa til „blinda bletti“ í ratsjárkerfi Rússlands sem sendir fyrstu viðvaranir um árás. Mun það gera Rússland viðkvæmt fyrir kjarnorkuárás Vesturlanda. Rússar verða auðveld bráð.
„Sjóðum froskinn“ aðferðin
Markus Reisner, ofursti í austurríska hernum, setur fram þrjú lykilatriði varðandi árás Nató á ratsjárviðvörunarkerfi Rússlands:
- Þetta hefur nánast enga þýðingu fyrir úkraínska vígvöllinn
- Hér er líklega um árás undir forystu Bandaríkjanna að ræða til að draga úr kjarnorkufælingarmætti Rússlands
- Þetta er „sjóðum froskinn“ aðferð til að auka líkurnar á árangri fyrstu eldflaugaárása á Rússland.
Frá hreinu hernaðarlegu sjónarmiði væri þetta skynsamlegt. Vesturlönd vita, að þau geta ekki komið upp nógu stórum her, vegna afar óvinsællar herkvaðningu bæði karla og kvenna til að fara í hefðbundið stríð gegn Rússlandi og Kína. Eina leiðin fyrir Vesturlönd til að vinna stríð við Kína-Rússland er að vera fyrri til að hefja kjarnorkuárás, sem slær út rússneskar valdastöðvar og kjarnorkumannvirki áður en Rússar fá tækifæri til að slá til baka. En þetta er líka mjög áhættusöm stefna vegna þess að ef Rússana grunar að þetta sé áætlunin, hvað er þá í veginum fyrir því, að þeir slái fyrsta höggið gegn Vesturlöndum og slái út Washington DC, New York og allar skotstöðvar fyrir vestan með langdrægum eldflaugum sem ná til Rússlands?
Stjórnmálaleiðtogar Vesturlanda þrá þriðju heimsstyrjöldina
Verið viðbúnir kæru lesendur. Það sem eftir er af þessu ári og fram á 2025 gæti orðið áhugavert, þar sem það verður deginum ljósara að svo kallaðir leiðtogar okkar þrá svo sannarlega þriðju heimsstyrjöldina við Rússland.
Ég myndi segja, að áður en þessi fyrsta árás á Rússland getur gerst, þá þurfa stríðsæsingamennirnir á Vesturlöndum að framkalla einhvers konar meiriháttar árás á Nató-ríki frá Rússlandi. Þannig geta þeir látið svo líta út, að Rússland verðskuldi það sem kemur á eftir. Pútín hefur hingað til sýnt að hann er mjög hófsamur og forðast að stíga í þær gildrur sem Vesturlönd hafa lagt fyrir hann. En á einhverjum tímapunkti mun hann næstum örugglega þurfa að bregðast við stöðugri stigmögnun. Sú stærsta og svívirðilegasta verður þegar Úkraína notar vestræn vopn til árása langt inni í Rússlandi og slær út mikilvægustu varnarmannvirki landsins.
Það er athyglisvert hversu lítið er sagt frá komandi stríði milli Nató og Rússlands og hvernig Nató ræðst á eldflaugavarnarkerfi Rússlands sem gegnir engu hlutverki í Úkraínustríðinu. Hvað ef Rússar fara að gera það sama við viðvörunarkerfi Nató? Það gæti verið sú tegund árásar sem Vesturlönd vonast til að ögra Pútín til að gera.
Samkvæmt rannsóknum mínum á netinu hefur Nató viðvörunarkerfi sín á Thule-flugstöðinni á Grænlandi; Beale flugherstöðinni í Kaliforníu; Clear Space Force Station, Alaska; Cape Cod Space Force Station, Massachusetts; og Royal Air Force Fylingdales, Bretlandi.