ESB vill koma á herkvaðningu til að senda unga menn í sláturhús Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið2 Comments

Að sögn Péter Szijjartó, utanríkisráðherra Ungverjalands, mun ESB reyna að tryggja að herskylda verði tekin upp í fleiri aðildarríkjum svo hægt sé að senda ungt fólk á vígvöllinn í hinu vonlausa Úkraínustríði.

Gríðarlegt tap Úkraínu og erfiðleikar við að virkja eigin íbúa til hermennsku, þýðir að ESB snýr sér í auknum mæli að því að treysta á herskyldu ungra Evrópubúa til að berjast gegn Rússlandi.

Péter Szijjartó, utanríkisráðherra Ungverjalands, sagði það eftir fund með utanríkisráðherrum ESB. Remix News greinir frá:

„Tap Úkraínu verður sífellt óbærilegra. Úkraínskum körlum er ekki hleypt út úr Úkraínu og núna vilja þeir fá evrópsk ungmenni í stríðið. Það má næstum heyra rökin fyrir því að hermennirnir ættu að koma frá nánustu löndum til að byrja með. Þetta þýðir, að þeir vilja senda unglinga frá löndum Mið-Evrópu þar á meðal unglinga Ungverjalands, í stríðið með skuldbundinni evrópskri herskyldu.”

Ungverski ráðherrann sagði enn fremur, að hann muni eindregið mótmæla öllum tilraunum til að koma á herskyldu innan ESB. Hann sagði:

„Ekki snerta Mið-Evrópubúa, ekki snerta ungversku æskuna okkar. Við munum ekki leyfa ungverskum unglingum að taka þátt í stríðinu, því þetta er ekki okkar stríð.”

Szijjartó gaf ekki upp hvaða utanríkisráðherrar eða aðildarríki eru að athuga möguleika á ESB-herskyldu en mörg ríki hafa nýlega tilkynnt, að þau gætu hugsað sér að senda eigin her til Úkraínu ef Rússar eru að sigra á vígvellinum – þar á meðal Frakkland og Eystrasaltsríkin.

Langtímamarkmið vinstri-frjálshyggjunnar í Brussel er að stofna eigin ESB-her og varnar- og hermálum aðildarríkjanna til sambandsins. Með slíkri tillögu gæti almennri herskyldu verið komið á sem nær til allra aðildarríkja ESB.

2 Comments on “ESB vill koma á herkvaðningu til að senda unga menn í sláturhús Úkraínu”

  1. Glæpaklúbburinn í Brussel vílar ekki fyrir sér að myrða unga menn álfunnar fyrir morðmaskínuna NATO sem gengur um beina fyrir Bandaríska vopnaframleiðendur. Allt gert fyrir prentaða dollara og evrur sem barnabörnin okkar skulu svíða undan.
    Glæreygir íslenskir ráðamenn eru nú orðnir marðir á öxlum undan klappi stolts Stoltenberg og þá helst friðarfreyjurnar Þórdís mörg nöfn og Katrín Jakk.

    Money money money, must be funny in the treasuries holder.

  2. Ef Brussel er tilbúið að drepa fólk með mRNA tilraunalyfinu afhverju ættu þeir ekki að senda unga fólkið í stríð … Svo virðist vera að eini þátturinn í þessu öllu er að fækka mannkyninu sama hvernig. Þessu siðblinda fólki sem er víst orðið krabbamein í öllum ríkisstjórnum í heiminum ætla sér að leiða leiða okkur fram af hengibrúninni.

Skildu eftir skilaboð