Ísland og Úkraína gera með sér tvíhliða öryggissamning

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið3 Comments

Mikill viðbúnaður er viðhafður í Stokkhólmi í dag vegna funda leiðtoga Norðurlandanna á fundi með Zelenskí, forseta Úkraínu. Samkvæmt sænska sjónvarpinu SVT og stjórnarráði Íslands skrifuðu Norðurlöndin undir áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. Þá lýstu norrænu leiðtogarnir yfir stuðningi við Úkraínu á leið sinni að aðild að Nató.

Má gleyma Íslandi sem vopnlausri, friðsamri þjóð

Margir dæla peningum og vopnum til Úkraínu með bros á vor svo hægt sé að slátra enn fleiri en hingað til í Úkraínu og mana Rússa út í þriðju heimsstyrjöldina.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, hélt tvíhliða fund með Zelenskí, þar sem Ísland skuldbindur sig til áframhaldandi stuðnings við Úkraínu á sviði hermála og annarra mála til lengri tíma litið. Samningurinn verður vonandi gerður opinber en ekkert annað er sagt frá innihaldinu á heimasíðu Stjórnarráðsins en eftirfarandi tilvitnun í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra:

„Með þessum samningi erum við að ítreka áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Við berjumst með Úkraínu fyrir frelsi, lýðræði, mannréttindum og réttlátum friði. Um leið tökum við okkur stöðu gegn harðstjórn, kúgun, ofbeldi og stríðsglæpum.“ 

3 Comments on “Ísland og Úkraína gera með sér tvíhliða öryggissamning”

  1. Bjarni þykist vera að berjast fyrir ´frelsi, lýðræði, mannréttindum og réttlátum friði´. Þvílíkt bull, Zelenskí hefur afnumið frelsi einstaklinga, bannað alla stjórnarandstöðu, hætt við kosningar og lagt niður lýðræðið. Zelenskí býður þjóð sinni hvorki upp á mannréttindi né réttlátum friði. Og Bjarni Benediktsson leggur blessun sína yfir þennan mann, til skammar.
    Og munum alltaf að Rússar eru að berjast til að ná í landsvæði sem tilheyrðu Rússlandi í margar aldir en voru færð yfir í lögsögu Úkraínu á tíma Sovétríkjanna. Flestir íbúar eru Rússar á þessum svæðum. Hins vegar hafa Bandaríkin verðið að útvíkka NATÓ til austurs síðan járntjaldið hrundi, og ógnað Rússlandi.
    Án afskipta USA væri ekkert stríð í Úkraínu.

  2. „Við berjumst með Úkraínu fyrir frelsi, lýðræði, mannréttindum og réttlátum friði.“ Bjarni ertu alveg ruglaður eða að snorta kók með þessum ræfil? Ekkert af þessu á við Úkraínu og hefur sennilega aldrei verið, það er ekki að ástæðulausu sem Rússar fóru inn í þetta spilltasta land Evrópu. Bara sem dæmi að þá er Úkraína einn stærsti hub í heimi fyrir mannsal og líffærasölu á svörtum markaði. Þetta er ekkert annað en dyggðarflagg keppni. Rússar hafa talað fyrir friði síðan 2022! Þú Bjarni ert hræsnari sem að dregur herlaust land inn í stríðsátök!

  3. Það verður uppi fótur og fit hjá þessum kjánum sem standa þarna á myndinni með leikaranum þegar þau skilja að þau eru bara búin að setja sig og löndin sem þau halda að þau stjórni, í hópinn sem usa skildi eftir í skítnum þegar gróðinn af nýlendunni fór að minnka.
    Það er saga bandaríkjanna að það er slæmt að vera óvinur þeirra en algerlega tapað spil ef þú heldur að þú sért vinur þeirra eða bandamaður. Hreyfingar sögunnar eru skyrar, ekki aróðurinn sem matar þessa heilaþvegnu heldur bara ástandið í þeim löndum sem usa hefur haft afskipti af og þóst hjálpa. Síðan er meirihluti jarðarbúa að gera upp við nýlendukúgun sem hélt áfram og er í gegn um alþjóðastofnanir og bankaviðskipti. Allir nema íslendingar sem eru með svo mikla þrælslund að þeir taka þátt í svona eins og hér að ofan með dönum sem kúguðu forfeður okkar í hundruði ára, auðvitað er til of mikils mælst að þetta keypta hyski á þingi kunni að skammast sín .

Skildu eftir skilaboð