Til hamingju Páll – sigur tjáningarfrelsisins

frettinDómsmál, Innlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Ástæða er til að óska Páli Vilhjálmssyni til hamingju með sýknudóm Landsréttar í máli sem ritstjóri Heimildarinnar Þórður Snær Júlíusson og blaðamaður sama miðils Arnar Þór Ingólfsson höfðuðu gegn honum. 

Að sama skapi er ástæða til að óska öllum til hamingju sem unna tjáningarfrelsinu og gera kröfu til þess, að eðlileg umfjöllun sé heimil um mál sem eiga erindi til almennings í lýðræðisríki. 

Umfjöllun Páls um símastuldsmálið hefur verið málefnaleg og nauðsynleg. Athygli vekur að engin fjölmiðill skuli fjalla um þetta mál þó um sé að ræða grafalvarlegt mál. Þá er sérstaklega merkilegt að Ríkisútvarpið skuli þegja þunnu hljóði um meintar ávirðingar starfsmanna sinna í málinu ásamt því að gera ekki grein fyrir af hverju meintir gerendur í sakamálinu hafa verið látnir hætta. 

Getur verið að samsæri þagnarinnar sé algjört hjá blaða- og fréttamannastéttinni á Íslandi þegar fjölmiðlamenn eiga í hlut. Óneitanlega hvarflar það að manni þegar staðan er sú, að það er Páll Vilhjálmsson einn, einstaklingur úti í bæ,  sem heldur eðlilegri fjölmiðlaumræðu um málið vakandi. 

Takk Páll og til hamingju með sýknudóminn.

One Comment on “Til hamingju Páll – sigur tjáningarfrelsisins”

  1. Ángæjulegt að sigur hafðist í máli þar sem tjáningarfrelsið er undir. Það undrar mann að blaðamenn skuli í þennan eltingarleik. Sama má segja um trans Samtökin 78 sem ætla sér sama leik og blaðmennirnir við þá sem segja eitthvað sem þeim hugnast ekki. Vona má, að lögreglan sjái að sér og taki ekki á móti fleirum kærum þar sem tjáningarfrelsið er undir. Þeir hljóta að geta greint á milli almennrar umræðu og hatursorðræðu. Einhliða umfjöllun á umdeildu máli á aldrei rétt á sér. Blaðamenn hafa gerst sekir um slíkt og gera enn.

Skildu eftir skilaboð