Trump: „Ég mun aldrei gefast upp“

Gústaf SkúlasonErlent, TrumpLeave a Comment

Hafi valdhafarnir vonast til þess, að niðurstaða kviðdómsins gegn Donald Trump  sem fann hann sekan á öllum ákæruliðum, myndi koma honum á knén, þá verða þeir greinilega fyrir vonbrigðum. Í staðinn hélt Trump blaðamannafund í dag og sagðist aldrei gefast upp. Fylgjendur hans vita hvað er í húfi og stuðningur við hann virðist vera enn sterkari en áður. Kosningasíða hans hrundi um tíma vegna allra stuðningsmanna sem vildu veita honum fjárhagslegan stuðning.

Trump var sakfelldur í öllum 34 liðum sem samanlagt geta þýtt 136 ár í fangelsi ef fullri refsingu verður beitt. Réttarhöldin eru sýndarmennska, því trúlega riftir Hæstiréttur dómnum, meðal annars vegna þess að dómstóllinn ruglar saman málum og fór út fyrir verksvið sitt í mál sem er ekki á hans borði að dæma í.

Trump hefur stuttlega tjáð sig um dóminn og segir að fólkið muni kveða upp dóm sinn þann 5. nóvember, þegar þegar næsti forseti Bandaríkjanna verður kjörinn.

Hélt blaðamannafund í New York

Trump hélt blaðamannafund í Trump Towers í New York fyrir hádegi að staðartíma (sjá myndskeið að neðan). Þar tjáði hann sig bæði um dóminn og allt sem er í húfi í forsetakosningunum. Hann sagðist hafa viljað bera vitni en sleppt því, þar sem hann óttaðist að allt sem hann segði yrði rangtúlkað og notað gegn honum. Hann sagði eins og margir hafa bent á, að Joe Biden er búinn að taka réttarkerfið – að minnsta kosti í New York í gíslingu og notar til að bola burtu helsta stjórnmálaandstæðingi sínum.

Safnaði 39 milljónum dollara á 10 klukkutímum

Dómurinn hafði hins vegar mjög góð áhrif á kosningasjóð Donald Trumps. Hann hvatti stuðningsmenn til að láta framlög í sjóðinn. Marg smátt gerir eitt stórt því að 39 milljónir dollarar söfnuðust á 10 klukkustundum.

Hann lofaði því að halda áfram að berjast gegn niðurrifsstarfsemi núverandi ríkisstjórnar í Bandaríkjunum og að sagðist muna áfrýja dómnum. Trump lauk ræðu sinni á orðunum:

„5. nóvember verður mikilvægasti dagurinn í sögu þjóðar okkar.“

 

Skildu eftir skilaboð