Ökumaður klessukeyrði glænýjan Ferrari

frettinErlentLeave a Comment

Ökumaður sem og keypti sér glænýjan Ferrari í morgun, varð fyrir því óhappi að klessukeyra bílinn einungis 3.2 km eftir að hann keyrði úr hlaði frá umboðinu, að sögn lögreglu.

Lúxus sportbíllinn skemmdist mikið í árekstri í St Alkmund's Way, Derby í Bretlandi, skömmu fyrir klukkan 11:00 á staðartíma.

Vegagerðin í Derbyshire tísti að ökumaðurinn, sem keypti bílinn í morgun væri ómeiddur og engin önnur ökutæki hafi skemmst við óhappið.

Bíllinn er óökufær og var dreginn í burtu af kranabíl.

Þetta þykir nokkuð merkilegur dagur til að lenda í óhappinu því í Bretlandi er hann kallaður "April Fool's Day,"  eða fífladagurinn sem á sennilega vel við í tilviki ökumannins, og má því reikna með að hann hafi verið á töluverði ferð áður en óhappið átti sér stað.

BBC greindi frá

Skildu eftir skilaboð