Anthony Fauci: Að smitast er besta „bóluefnið“ – besta vörn sem hægt er að fá

frettinErlentLeave a Comment

Í myndbúti úr sjónvarpssviðtali, sem ekki er ljóst hversu gamalt er, segir Anthony Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna að öflugasta bóluefnið sé náttúruleg sýking.

Hann er þarna spurður hvort kona sem hefur verið með inflúensu í 14 daga ætti líka að fara í bólusetningu við inflúensunni.

Fauci svarar:
Nei, ef hún hefur verið með flensuna í 14 daga er hún eins vel varin eins og nokkur maður getur verið, því besta bólusetningin er að smitast sjálfur. Ef hún er í raun og veru með flensuna...ef hún raunverulega er með hana,  þarf hún tvímælalaust ekkert inflúensubóluefni...því öflugasta bóluefnið er að sýkjast sjálfur.

Í samanburði þá mælir sóttvarnalæknirinn með því í dag, rétt eins heilbrigðisyfirvöld í öðrum ríkjum, að þeir sem hafa sýkst af kórónuveirunni fari líka í bólusetningu við sjúkdómnum, náttúruleg sýking telst varla gild.


Skildu eftir skilaboð