Einar Þorsteinsson „biskup á Hólum” oddviti Framsóknar í Sveitarstjórnarkosningunum

frettinInnlendarLeave a Comment

Nokkuð skondin mistök virðast hafa orðið við uppröðun oddvita flokkanna í sveitastjórnarkosningunum sem verða í vor, en þar er Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins skráður sem biskupinn á Hólum sem lést árið 1696 en hann gengdi stöðu biskups í rúm 4 ár.

Við lýsingu biskups er að finna myndina af Einari Þorsteinssyni fyrrverandi fréttamanni á RÚV.

Spyrja menn sig að því hvort um mistök sé að ræða og Einar vilji hugsanlega ekki láta spyrða sig við Efstaleitið eftir það sem á undan hefur gengið undanfarna mánuði, en „Glæpaleiti“ hefur orðið viðurnefnið eftir að í ljóst kom að fréttamenn sættu rannsókn hjá lögreglunni vegna meints þjófnaðar á síma skipstjórans Páls Steingrímssonar.

Skjáskot af mistökunum má sjá hér neðar.

Skildu eftir skilaboð