21 árs gamall írskur fótboltamaður bráðkvaddur

frettinErlentLeave a Comment

AFL (Australian Football League) samfélagið syrgir hin 21 árs gamla írska Red Óg Murphy, fyrrverandi leikmann North Melbourne í Ástralíu. Sömu sögu er að segja frá Sligo á Írlandi þar sem Murphy lék með liðinu Curry GAA.

Yfirvöld á Írlandi upplýstu í vikunni að Murphy hefði látist skyndilega þann 1. apríl. sl. Ekki hefur verið upplýst um dánarorsök.

Ben Amarfio, framkvæmdastjóri North Melbourne, sendi Murphy fjölskyldunni samúðarkveðjur á laugardaginn.

„Fyrir hönd allra hjá félaginu vil ég votta Murphy fjölskyldunni mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum,“ sagði Amarfio í yfirlýsingu.

Red Óg Murphy var nemandi við DCU háskólann í Dublin og var ein af upprennandi stjörnum írska liðsins Sligo Rogers, bæði í félags- og úrvalsliði sýslunnar.

Skildu eftir skilaboð