Covid ruslið: 87 þúsund tonn af hlífðarbúnaði – 144 þúsund tonn af öðrum úrgangi…

frettinErlentLeave a Comment

Notaðar sprautur, sýnatökupinnar og bóluefnaflöskur eftir COVID-19 faraldurinn hafa hrannast upp og búið til tugþúsundir tonna af úrgangi, sem ógnar heilsu manna og umhverfinu, segir í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá því í lok janúar sl.

Úrgangurinn getur hugsanlega útsett heilbrigðisstarfsmenn fyrir brunasárum, nálarstungum og sýklum sem valda sjúkdómum, segir í skýrslunni.

„Við komumst að því að COVID-19 hefur aukið úrgang frá heilbrigðisstofnunum allt að tífalt,“ sagði Maggie Montgomery, tæknifulltrúi WHO, við blaðamenn í Genf.

Hún sagði að mesta hættan fyrir viðkomandi samfélög væri loftmengun af völdum úrgangs sem væri brenndur við ófullnægjandi hitastig sem leiddi til losunar krabbameinsvaldandi efna.

Skýrslan kallar á umbætur og fjárfestingar, þar á meðal með því að draga úr notkun á umbúðum sem hafa valdið mikilli eftirspurn á plasti og eins með notkun hlífðarbúnaðar úr endurnýtanlegum og endurvinnanlegum efnum.

87 þúsund tonn af hlífðarbúnaði

Í skýrslu WHO er áætlað að um 87.000 tonn af hlífðarbúnaði, sem samsvarar þyngd nokkur hundruð steypireyða, hafi verið pantaður í gegnum í gegnum Sameinuðu þjóðirnar fram til nóvember 2021 - sem mestmegnis endaði í ruslinu.

Í skýrslunni er einnig minnst á að um 140 milljónir sýnatökupinnar og fylgihlutir búi til um 2.600 tonn af aðallega plastrusli og efnaúrgangi sem gæti fyllt þriðjung af ólympíuleika-sundlaug.

Auk þess er áætlað í skýrslunni að um 8 milljarðar bóluefnaskammta, gefnir á heimsvísu, hafi framleitt 144.000 tonn til viðbótar af úrgangi í formi glerflaska, sprauta, nála og öryggiskassa.

Of mikið af „tunglbúningum“

Tæknifulltrúi WHO sagði að ranghugmyndir um tíðni COVID-19 sýkingar frá snertiflötum ætti sök á því sem hún kallaði „ofnotkun“ á hlífðarbúnaði, sérstaklega hönskum.

„Við höfum öll séð myndir af tunglbúningunum, og myndir af fólki í hönskum vera að bólusetja,“ sagði hún. „Vissulega alls staðar... fólk er að klæðast óhóflega mikið af öryggisbúnaði,“ bætti hún við.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð