Nýtt afbrigði, XE, finnst á Bretlandi – hugsanlega meira smitandi en Ómíkron

frettinErlentLeave a Comment

COVID-19 Omicron undirafbrigði, þekkt sem XE, hefur fundist í Bretlandi, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

„XE tilheyrir Omicron afbrigðinu þar til hægt verður að greina verulegan mun á smit- og sjúkdómseinkennum ásamt alvarleika. WHO mun fylgjast grannt með og meta lýðheilsuáhættuna sem tengist raðafbrigðum ásamt öðrum SARS-CoV-2 afbrigðum og veita frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.“

WHO sagði að XE væri raðbrigði af stofnunum tveimur BA.1 og BA.2.

„XE raðbrigðið (BA.1-BA.2), fannst fyrst í Bretlandi“ í janúar og að minnsta kosti 600 tilfelli hafa verið tilkynnt hingað til, samkvæmt WHO.

Stofnunin sagði að fyrstu áætlanir gefi til kynna að XE hefði 10 prósent meiri útbreiðslu en BA.2, þó frekari sannana væri þörf.

Frekari staðfesting á XE og öðrum afbrigðum fer að verða erfiðari, að sögn WHO, sem telur að nýlega hafi orðið veruleg fækkun á SARS-CoV-2 sýnatökum í nokkrum aðildarríkjum.

„Gögnin verða smám saman minna og minna einkennandi, ónákvæmari og ótraustari,“ bætti WHO við. „Þetta dregur úr sameiginlegri getu okkar til að fylgjast með hvar veiran er, hvernig hún dreifist og þróast, sem eru allt upplýsingar og greiningar sem enn eru mikilvægar til að binda endi á alvarlegasta fasa heimsfaraldursins.

Yfirvöld í Bretlandi vöruðu við því í síðustu viku að draga engar ályktanir um XE og hvort afbrigðið dreifðist hraðar eða hvort það ylli alvarlegri veikindum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð