Stjórnvöld í Ástralíu vilja fleiri skráð Covid-19 tilfelli þrátt fyrir 17,5 milljónir bóluefnaskammta

frettinErlentLeave a Comment

Stjórnvöld í New South Wales í Ástralíu, vilja sjá hærri opinberar tölur um Covid-tilfelli og hvetja því fólk til að tilkynna að það sé með vírusinn jafnvel þótt það sé ekki veikt.

Heilbrigðismálaráðherra fylkisins, Brad Hazzard, hefur hvatt almenning til að tilkynna um jákvæðar Covid niðurstöður og varaði við því að raunveruleg smit gætu verið „að minnsta kosti 50% fleiri“ en skráð eru á hverjum degi.

Í New South Wales búa um 8,2 milljónir og hefur fylkið gefið yfir 17,5 milljónir skammta af Covid-19 bóluefninu frá því fyrst var byrjað að sprauta almenning í febrúar 2021.

Þrátt fyrir þennan mikla fjölda sprautuskammta skráði fylkið 19.183 Covid smit og 12 dauðsföll á þriðjudag og hafði smitum fjölgað.

Þeir sem fá jákvæða niðurstöðu á hraðprófi í fylkinu þurfa að tilkynna niðurstöðuna á netinu, en heilbrigðisráðherra sagði að margir með vægari einkenni nenntu ekki að tilkynna.

„Við teljum vera mikið vanmat á fjölda smita vegna þess að margir eru, að því er virðist, tilkynna ekki jákvæð tilfelli“ sagði Hazzard“ og bætti við „Þeir geta haft einkenni sem eru mjög væg og þeim finnst það bara ekki nauðsynlegt.“

„Við viljum að þeir tilkynni vegna þess að það hjálpar okkur að fylgjast með Covid tilfellunum í samfélaginu okkar.“

Á mánudag voru skráð 15.572 smit, 16.087 á sunnudag, 20.389 á laugardag og 25.495 á föstudag.

Hins vegar telja sérfræðingar að bylgjan hafi að mestu náð hámarki í fylkinu og smitum fari fljótlega að fækka.

Í athugasemdum við frétt Daily Mail má sjá að almenningur undrast málflutning heilbrigðismálaráðherrans. Einn spurði af hverju að taka próf ef fólki liði vel? Þá sagði annar, stjórnvöld telja vanta upp á tilkynnt tilfelli, en líta fram hjá þeim skaða sem hin svokölluðu bóluefni hafa valdið.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð