Boris Johnson: Transkonur eiga ekki að keppa í kvennaíþróttum

frettinErlentLeave a Comment

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að transkonur eigi ekki að keppa á íþróttaviðburðum kvenna og segist meðvitaður um að málið sé umdeilt.

Umræðan hófst í kringum transkonuna Emily Bridges sem nýlega var bannað að keppa í hjólreiðakeppni kvenna í Bretlandi.

Ráðherrann ræddi ýmis málefni varðandi transfólk, þar á meðal nálgun stjórnvalda um bann við svokallaðri bælingarmeðferð og sagði svo: „Ég held að þeir sem eru fæddir líffræðilega karlkyns eigi ekki að keppa á íþróttaviðburðum kvenna. Kannski er það umdeild skoðun, en mér finnst þetta vera skynsamleg nálgun,“ segir Johnson.

Ég er einnig á þeirri skoðun að konur eiga að hafa sér rými - hvort sem það er á sjúkrahúsum, fangelsum eða mátunarklefum - sem eru tileinkuð  konum, segir Johnson.

Þessi skoðun mín þýðir ekki að ég sé á móti fólki sem vill breyta um kyn, og það er mikilvægt að við veitum þeim sem velja það ást og stuðning við þess konar ákvarðanir. En þetta er flókið málefni sem verður ekki leyst á einni nóttu með einföldum lögum, segir ráðherrann.

BBC greinir frá.


Skildu eftir skilaboð