Efri og neðri deild Tennessee þings samþykkir með miklum meirihluta að leyfa Ívermektín í lausasölu

frettinErlent1 Comment

Tennessee er annað ríki Bandaríkjanna sem hefur greitt atkvæði með því að gera lyfið ívermektín aðgengilegt án lyfseðils. Hitt ríkið sem nýlega samþykkti ívermektín í lausasölu er New Hampshire.

Frumvarpið var lagt fram af þingmanninum Susan Lynn og munu fyrirhuguð lög gera ívermektín fáanlegt án lyfseðils sem meðferð fyrir COVID-19. Þingmenn í neðri deild samþykktu frumvarpið með 66 greiddum atkvæðum á móti 20, þar sem margir kjörnir fulltrúar telja að einhvers konar snemmmeðferð þurfi, janvel aðeins almennt lyf, sem geti bjargað mannslífum á meðan á heimsfaraldrinum stendur.

Öldungadeildin samþykkti frumvarpið með miklum meirihluta, 23 atkvæðum á móti 6. Ríkisstjórinn Bill Lee á þó eftir að undirrita frumvarpið til að það verði að lögum.

Heimild.

One Comment on “Efri og neðri deild Tennessee þings samþykkir með miklum meirihluta að leyfa Ívermektín í lausasölu”

  1. Þetta er allt í áttina. Gengur bara alltof hægt. Hvað verður gert hér ?

Skildu eftir skilaboð