Róbert Spanó heimsótti Vatíkanið

frettinErlentLeave a Comment

Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór á fund við Frans Páfa í Vatíkaninu í gær til að ræða almennt um stöðu mannréttinda í Evrópu.

Ræddu þeir um mikilvægi dómstólsins nú þegar ófriður ríkir og ógnir steðja að lýðræðinu, réttarríkinu og vernd grundvallarréttinda.

Róbert kveðst hafa lagt áherslu á fundinum upprunalegan tilgang mannréttindasáttmála Evrópu og Evrópuráðsins, að gæta þurfi friðar í samskiptum aðildarríkja og auka á gagnkvæman skilning og umburðarlyndi þvert á landamæri.

Hinn 49 ára, Róbert Spanó sem er ítalskur í hálfa ættina er 4 barna faðir, sem starfað hefur við dómstólinn í 7 ár. Róbert var endurkjörinn í embættið af 47 dómurum Mannréttindadómstólsins fyrir tæpum tveimur árum síðan, í apríl 2020 og til þriggja ára.

Áður starfaði Róbert sem prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Mannréttindasáttmálinn er háður Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg.

Heimild

Skildu eftir skilaboð