Ellefu framboð bárust fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í gær voru öll úrskurðuð gild í hádeginu í dag af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.
Upplýsingasíða um borgarstjórnarkosningarnar hefur nú verið opnuð en þar er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir kjósendur og frambjóðendur.
Kosningarnar fara fram laugardaginn 14. maí og verða kjörstaðir í Reykjavík opnir frá kl. 9:00 til 22:00 kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Framboðlistarnir eru þessir:
B-listi Framsóknarflokksins
C-listi Viðreisnar
D-listi Sjálfstæðisflokksins
E-listi Reykjavíkur, bestu borgarinnar
F-listi Flokks fólksins
J-listi Sósíalistaflokks Íslands
M-listi Miðflokksins
P-listi Pírata
S-listi Samfylkingarinnar
V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Y-listi Ábyrgrar framtíðar