Moderna innkallar 764,900 skammta af bóluefni vegna aðskotaefnis – ekki gefið upp hvert efnið er

frettinErlent1 Comment

Moderna upplýsti á föstudaginn að fyrirtækið hefði innkallað 764.900 skammta af COVID-19 bóluefninu sínu, framleitt af verkafyrirtækinu Rovi, eftir að það uppgötvaðist að í einu glasinu hafi fundist óþekkt aðskotaefni.

Engin hættumerki hafa komið fram sagði Moderna í sambandi við loturnar sem dreift var í Noregi, Póllandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð í janúar sl.

Bóluefnaframleiðandinn sagði að efnið hefði aðeins fundist í einu glasi og verið væri að innkalla öll glösin í varúðarskyni. Ekki var gefið upp hvað fannst í glasinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moderna innkallar bóluefni sitt. Í ágúst 2021 innkallaði fyrirtækið 1,6 milljónir skammta í Japan vegna óhreinna málmtegunda.

Reuters sagði frá.

One Comment on “Moderna innkallar 764,900 skammta af bóluefni vegna aðskotaefnis – ekki gefið upp hvert efnið er”

  1. Reuters ad reyna ad synast åbyrgt? Og thå hvers vegna eftir allar lygarnar og skodana styringarnar?

Skildu eftir skilaboð