Íbúar Shangai í ströngu útgöngubanni – neyðaróp heyrast úr háhýsum borgarinnar

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjórn Kína hefur lokað íbúa Shanghai inni í íbúðum sínum og algert útigöngubann ríkir í borginni. Örvæntingarfull neyðaróp heyrast úr íbúðum. Alls eru um 25 milljónir manna undir ströngu útgöngubanni. Þetta er í fyrsta sinn sem borgin hefur gripið til þessara aðgerða.

Myndböndum er dreift á samfélagsmiðlum, þar sem heyra má óp borgara í Shanghai úr íbúðum sinum í háhýsum. Þeir hafa verið í lokaðir inni með valdi í sóttkví í íbúðum sínum í rúma viku. Ríkisstjórnin hefur framlengt innilokun fólksins um óákveðinn tíma. Engar undanþágur eru veittar fyrir að fara út af heimilunum, ekki heldur til að sækja mat og lyf. Samkvæmt BBC þarf fólkið að panta sér mat og vatn í heimsendingu og  stjórnvöld dreifa einhverjum matvælum.

Hér má sjá upptökur frá Shanghai.


Skildu eftir skilaboð