Mótmælt á Ítalíu og Bandaríkjunum – „Sigrum skyldurnar“

frettinErlentLeave a Comment

Mótmælt var í borginni Los Angeles í gærdag undir kjörorðinu "Defeat the Mandates," eða „Sigrum skyldurnar. Í Kaliforníu hafa verið einna hörðustu Covid-reglurnar í Bandaríkjunum, þar á meðal grímuskyldu hjá börnum niður í tveggja ára aldur og bólusetningaskylda á vinnustöðum og  grunnskólabörnum niður í fimm ára aldur. Meðal mótmælenda voru vörubílstjórar og slökkviliðsmenn, en um 7000 slökkviliðsmenn eru við það að missa starfið, fari þeir ekki í Covid bólusetningu.

Mótmæli fóru líka fram í gær á Ítalíu gegn bólusetningapössum sem ríkisstjórn landsins fyrirskipaði sl. haust að nota skyldi á öllum vinnustöðum; opinberum stofnunum jafnt sem einkafyrirtækjum. Allt starfsfólk  þarf að framvísa bóluefnapassa eða fara reglulega í PCR próf til að mega sækja vinnu. Auk þess hefur verið sett almenn bólusetningaskylda á alla 50 ára og eldri í landinu.


Skildu eftir skilaboð