Kínverjar fluttir með valdi í einangrunarbúðir þar sem fjölda manns er hrúgað inn í sama rými

frettinErlent1 Comment

Í Kína eru þeir sem fá jákvæða niðurstöðu úr Covid prófi fluttir í einangrunarbúðir, með góðu eða illu. Níu af hverjum tíu eru sagðir einkennalausir.

Fréttastofa Reuters sýnir upptöku frá einum búðunum í Shanghai þar sem fjöldi manns liggur þétt saman á tjaldbeddum í sama rými og deilir fjórum salernum. Engar sturtur eru á staðnum og aðeins þurrt brauð á boðstólnum. Kína er með "Zero-Covid" stefnu þar sem allir sem fá jákvætt úr Covid-prófi, með eða án einkenna, eru fluttir í einangrun. Börn eru aðskilin frá foreldrum sínum. Skólar, skrifstofubyggingar og jafnvel, verksmiðjur eru notaðar sem einangrunarbúðir. Til að losna úr einangrun þarf viðkomandi að skila tveimur neikvæðum Covid-prófum í röð.

Ekki er vitað til þess að stjórnvöld Vesturlanda, Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty eða aðrir hafi fordæmt meðferðina á fólkinu. Í Shanghai, stærstu borg Kína hefur verið útgöngubann í u.þ.b. tvær vikur.





Hér neðar má sjá upptökur þar sem verið er að flytja fólk í einangrunarbúðir. Fólk er með öðrum orðum sótt heim til sín og tekið með valdi. Hér má síðan sjá upptöku af pari henda sér niður úr íbúð í fjölbýlishúsi eftir tveggja vikna útgöngubann.







One Comment on “Kínverjar fluttir með valdi í einangrunarbúðir þar sem fjölda manns er hrúgað inn í sama rými”

  1. Draumaríki íslensku stjórnarandstöðunnar. Meira, fyrr og harðar. Og fasistaforinginn á Fréttablaðinu yrði líklega þar aðalráðgjafi um hverja skal fjarlægja úr samfélaginu fyrir að hlýða ekki leiðbeiningum “flokksins”.

    Flokkurinn – a flock – a consensus eru allt hugtök sem kemur upp um miðstýrða kúgunar og alræðistilburði á ýmsum stigum.

Skildu eftir skilaboð